IKEA skiptir úr Pepsi í Coke

Veitingastaður IKEA á Íslandi er vinsælasti veitingastaður IKEA-keðjunnar.
Veitingastaður IKEA á Íslandi er vinsælasti veitingastaður IKEA-keðjunnar. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Samningur við IKEA um sölu á gosdrykkjum er með þeim stærri í veitingageiranum á Íslandi, enda rekur húsgagnaverslunin einn vinsælasta veitingastað landsins. Um áramótin skipti IKEA úr Pepsi og yfir í Coke.

Að sögn Þórarins Ævarssonar, framkvæmdastjóra IKEA, er ekki um smekksatriði að ræða heldur bauð Vífilfell betur en Ölgerðin í útboði sem fór fram í fyrra. „Samningurinn við Ölgerðina rann út um áramótin. Við létum því gera útboð þar sem Ölgerðin og Vífilfell kepptust um pakkann. Vífilfell bauð betur,“ segir Þórarinn í samtali við mbl.

IKEA hafði verið samningsbundið Ölgerðinni í sex ár og boðið upp á Pepsi á þeim tíma. „Það er ekkert heilagt í þessu. Við vorum til dæmis búin að vera með samning við Eimskip í 32 ár þegar við skiptum yfir í Samskip. Við erum alltaf með allar klær úti,“ segir Þórarinn.

Boðið var upp á Pepsi í dælum og með ókeypis áfyllingu. Coke er hins vegar einungis í boði í flöskum og má því segja að minna sé í boði fyrir sama verð. Þórarinn segir gosið hins vegar hafa verið flatt og volgt í dælunum og telur gæðin betri með þessum hætti.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK