Skoða vatnssölu hótels

Mælt er með að gestir drekki ekki úr vatnskrananum.
Mælt er með að gestir drekki ekki úr vatnskrananum. Mynd af Facebook

Neytendastofa er með mál Hótels Adams við Skólavörðustíg til skoðunar með tilliti til þess hvort vatnssala þess teljist villandi viðskiptahættir.

Hótelið ráðleggur gestum að kaupa sérmerkt flöskuvatn frá hótelinu fremur en að drekka vatn úr krana. Tveggja lítra flaska er seld á 400 krónur.

Þórunn Anna Árnadóttir, sviðsstjóri hjá Neytendastofu, staðfestir við mbl.is að málið sé komið á borð stofnunarinnar. Ábending um málið barst til stofnunarinnar. Verður eiganda hótelsins gefinn frestur til að tjá sig. Að honum liðnum mun Neytendastofa taka afstöðu til þess hvort þessir viðskiptahættir varði við ákvæði um villandi viðskiptahætti. Hvort upplýsingarnar séu rangar eða villandi með einhverjum hætti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka