Lögreglan innsiglar herbergi á Hótel Adam

Hótel Adam er við Skólavörðustíg.
Hótel Adam er við Skólavörðustíg. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu innsiglaði í morgun átta herbergi á Hótel Adam við Skólavörðustíg í Reykjavík. Þrjú til viðbótar verða innsigluð þegar ferðamenn sem eru með þau í leigu hverfa á braut.

Ástæðan fyrir þessu er að eigandi hefur aðeins fengið leyfi fyrir níu herbergjum en leigir hins vegar út tuttugu.

Fréttavefur RÚV greindi fyrst frá málinu en í samtali við mbl segir Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, að næstu skref eiganda séu að sækja um leyfi fyrir þessum herbergjum til lögreglunnar, heilbrigðiseftirlits, byggingarfulltrúa og brunavarnaeftirlits. 

Ef grænt ljós fæst eftir skoðun frá öllum framangreindum aðilum getur Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu gefið út leyfi fyrir viðbótarherbergjum.

Að öðrum kosti verður innsiglið ekki fjarlægt.

Fulltrúar heilbrigðiseftirlitsins og sýslumanns létu lögregluna vita af leyfislausu herbergjunum er þeir voru að skoða húsnæðið.

Hótelið hefur verið áberandi í fréttum eftir að upp komst að gestir væru hvattir til þess að kaupa fremur vatnsflöskur sérmerktar hótelinu á 400 krónur í stað þess að drekka úr krönum.

Líkt og fram hefur komið eru Neytendastofa og Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur með málið til skoðunar og hefur lögreglan nú bæst við listann.

Frétt mbl.is: 42 milljóna tekjur hjá Hótel Adam

Frétt mbl.is: Þurfa leyfi fyr­ir sölu á flösku­vatni

Frétt mbl.is: Fær fall­ein­kunn frá gest­um

Fréttmbl.is: „Drekkið ekki úr kran­an­um“

Gestum var ráðlagt að drekka ekki vatnið úr krananum.
Gestum var ráðlagt að drekka ekki vatnið úr krananum. Mynd af Facebook
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka