Gunnar ráðinn til Creditinfo

Gunnar Gunnarsson hefur verið ráðinn forstöðumaður áhættustýringar hjá Creditinfo.
Gunnar Gunnarsson hefur verið ráðinn forstöðumaður áhættustýringar hjá Creditinfo. Ljósmynd/ Creditinfo

Gunnar Gunnarsson hefur verið ráðinn forstöðumaður áhættustýringar hjá Creditinfo á Íslandi. Í tilkynningu Creditinfo segir að Gunnar muni leiða líkanagerð og vöruþróun tengdri áhættustýringu.

„ Ráðning Gunnars er liður í því að efla ráðgjöf og framþróun á sviði áhættustýringar hjá félaginu í þágu betri ferla og upplýstari ákvarðana viðskiptavina.  Gunnar er með doktorspróf í stærðfræði frá Kaliforníuháskóla í Santa Barbara, M.A. gráðu í stærðfræði frá sama skóla og B.Sc. gráðu í stærðfræði frá Háskóla Íslands. Auk þessa hefur Gunnar lokið prófi í verðbréfamiðlun og alþjóðlega viðurkenndu námi í áhættustýringu á vegum GARP, Global Association of Risk Professionals,“ segir í tilkynningunni.

„ Gunnar hefur starfað um árabil á sviði áhættustýringar, m.a. innan Íslandsbanka í rúm 6 ár og sem meðlimur í áhættunefnd stjórnar Íbúðalánasjóðs. Á árunum 2012 - 2014 var hann deildarstjóri innan áhættustýringar hjá Íslandsbanka. Áður en hann hóf störf hjá Creditinfo sinnti hann ráðgjöf í eigin ráðgjafafyrirtæki, Integra ráðgjöf.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK