Ennþá innsiglað á Hótel Adam

Hótel Adam við Skólavörðustíg.
Hótel Adam við Skólavörðustíg. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hótelherbergin ellefu á Hótel Adam við Skólavörðustíg sem lögreglan innsiglaði fyrir tæpum þremur vikum eru ennþá lokuð. Þetta staðfestir Jó­hann Karl Þóris­son, aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn, í samtali við mbl og segir að eigandi hótelsins hafi ennþá ekki orðið sér úti um tilskilin leyfi.

Eig­andinn er aðeins með leyfi fyr­ir níu her­bergj­um en hefur hins vegar leig­t út tuttugu herbergi. Aukaherbergin eru ýmist í bakhúsi við Lokastíg eða í húsnæðinu við Skólavörðustíg. Herbergin verða lokuð þar til eigandinn hefur fengið leyfi frá lög­regl­unn­i, heil­brigðis­eft­ir­liti, bygg­ing­ar­full­trúa og bruna­varna­eft­ir­liti. 

Full­trú­ar heil­brigðis­eft­ir­lits­ins og sýslu­manns létu lög­regl­una vita af leyf­is­lausu her­bergj­un­um er þeir voru að skoða hús­næðið en líkt og fram hefur komið var gest­um ráðlagt að kaupa frek­ar vatn í sér­merkt­um flösk­um á fjög­ur hundruð krón­ur í stað þess að drekka úr kran­an­um.

Síðan hefur rannsókn Heilbrigðiseftirlits Reykja­vík­ur leitt í ljós að kranavatnið á hótelinu er í góðu lagi.

Mbl hefur ítrekað reynt að ná tali af Ragn­ari Guðmunds­syni, eiganda hótelsins, en hann ætlar ekki að svara spurningum fjölmiðla.

Neytendastofa er ennþá með vatnssölu hótelsins til skoðunar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka