Engey sjósett í Tyrklandi

Engey var sjósett í fallegu veðri í dag.
Engey var sjósett í fallegu veðri í dag. mynd/HB Grandi

Nýr ísfisktogari, Engey RE, sem verið er að smíða hjá skipasmíðastöðunni Celiktrans í Tyrklandi fyrir HB Granda, var sjósettur í morgun.

Engey er fyrst í röð þriggja ísfisktogara sem HB Grandi hefur samið um smíði á í Tyrklandi. Verður skipið afhent síðar á þessu ári, að því er fram kemur á vef HB Granda.

Akurey AK verður afhent næsta vor en þriðji og síðasti togarinn, Viðey RE, verður afhentur á haustmánuðum 2017, segir ennfremur.

Þá kemur fram að að Torfi Þ. Þorsteinsson, deildarstjóri botnfisksviðs HB Granda, Loftur Bjarni Gíslason, útgerðarstjóri ísfiskskipa félagsins, og Friðleifur Einarsson, skipstjóri á Ásbirni RE sem verði skipstjóri á Engey, hafi verið á meðal þeirra sem voru viðstaddir sjósetninguna í morgun.

Engey RE er 54,75 metrar að lengd og 13,5 metrar að breidd. Aðalvélin er af gerðinni MAN 6L27/38 og er skráð afl hennar 1.790 kW við 800 snúninga á mínútu. Niðurfærslugír er frá Reintjes með PTO fyrir ásrafala. Skrúfa er frá MAN og er hún 3.800 mm í þvermál. Vélin er útbúin með mengunarvarnarbúnaði af gerðinni SCR Catalysator. Ljósavélar eru tvær og eru þær af gerðinni MAN D2840 LE 301. Afl hvorrar um sig er 443kW.  Spilkerfið er frá Naust Marine og eru allar vindur rafknúnar. Bógskrúfa er frá Brunvoll og er hún 300 kW. Millidekks- og lestarbúnaður verður smíðaður hjá Skaganum 3X og verður hann settur í skipið á Íslandi.

Hönnuður skipsins er Alfreð Tulinius skipatæknifræðingur hjá Nautic ehf.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK