Einbýlishús á rúma milljón

Húsnæðisverð hefur hrunið í Flint og hverfi í Bandaríkjunum standa …
Húsnæðisverð hefur hrunið í Flint og hverfi í Bandaríkjunum standa fleiri hús auð. AFP

Húsnæðismarkaðurinn í borginni Flint í Bandaríkjunum hefur hrunið á síðustu árum. Markaðurinn hafði ekki náð sér á strik eftir hrunið 2008 og neyðarástand vegna blýmengunar í vatni hefur dregið enn meira úr eftirspurn.

Húseigendur í borginni eiga þá erfitt með að flytja þar sem lánin eru í dag mun hærri en markaðsvirði flestra eigna. Hvergi í Bandaríkjunum er meira af auðu húsnæði þar sem ein af hverjum fjórtán íbúðum í borginni stendur auð. Í sumum hverfum miðsvæðis í borginni er ástandið ennþá verra þar sem ein af hverjum fimm íbúðum stendur auð.

Markaðurinn er þó ekki alveg frosinn en á fyrstu tveimur mánuðum ársins seldust 116 eignir í borginni. Sú ódýrasta fór á einn dollara, eða sem jafngildir 129 íslenskum krónum, og sú dýrasta á 249 þúsund dollara, eða 32 milljónir króna.

Meðalverðið á skráðum eignum er hins vegar 14 þúsund dollarar og þá má t.d. auðveldlega finna 114 fermetra þriggja herbergja einbýlishús á 12.500 dollara, eða um 1,6 milljónir króna.  

Emb­ætt­is­menn í Flint hafa verið sakaðir um að hafa hunsað illa lykt­andi og litað vatn mánuðum sam­an, á sama tíma og borg­ar­bú­ar kvörtuðu yfir því að vatnið leiddi til veik­inda og at­hug­an­ir sýndu aukið blý­magn. Það var ekki fyrr en barna­lækn­ir birti gögn sem sýndu fram á gríðarlega aukn­ingu blýeitr­un­ar­til­fella meðal barna borg­ar­inn­ar í októ­ber sl. að emb­ætt­is­menn viður­kenndu að vatnið væri ekki drykkjar­hæft.

Síðan þá hafa hinir 100.000 íbú­ar borgarinnar þurft að reiða sig á vatn úr flösk­um.

Íbúar hafa þurft að reiða sig á flöskuvatn.
Íbúar hafa þurft að reiða sig á flöskuvatn. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK