Hulda Bjarnadóttir hefur tekið við sem framkvæmdastjóri Alþjóðasviðs Viðskiptaráðs Íslands af Kristínu S. Hjálmtýsdóttur sem hefur tekið við stöðu framkvæmdastjóra Rauða kross Íslands.
Hulda hefur undanfarin fimm ár starfað sem framkvæmdastjóri FKA, Félags kvenna í atvinnulífinu, auk þess sem hún hefur setið í ýmsum félags- og fyrirtækjastjórnum.
Hulda hefur víðtæka reynslu úr fjölmiðlum og jafnframt hefur hún unnið við ráðgjöf og kennslu í almanntengslum og viðburðarstjórnun fyrir innlend og erlend fyrirtæki. Hulda er með BSc í viðskiptafræði og MBA frá Háskólanum í Reykjavík.
Líkt og mbl greindi frá fyrir helgi hefur Hrafnhildur Hafsteinsdóttir tekið við starfi Huldu sem framkvæmdastjóri FKA.
Frétt mbl.is: Hrafnhildur framkvæmdastjóri FKA