Ekki vegna breyttra reikningsskila

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Forsenda tillögu stjórnar Sjóvár um arðgreiðslu til hluthafa byggir á rekstrarniðurstöðu síðasta árs en ekki á breyttum reikningsskilum eða breytingu á tjónaskuld eins og haldið hefur verið fram í umræðunni.

Á vef Sjóvá segir að tillagan sé í fullu samræmi við núgildandi lög um vátryggingastarfsemi eins og Fjármálaeftirlitið hefur staðfest.

„Tillagan miðast við að fjárhagsstaða Sjóvár verði áfram jafn sterk eftir greiðslu arðs og hún var í ársbyrjun 2015. Góð afkoma af fjárfestingarstarfsemi Sjóvár í fyrra er grundvöllur fyrir tillögu um greiðslu arðs,” segir í fréttinni.

Loks kemur fram að á árunum 2009 til 2013 hafi hagnaði Sjóvár eingöngu verið varið í uppbyggingu og eflingu félagsins og ekki var þá greiddur út arður.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK