Flöskuvatnið var úr krananum

Flösku­vatnið sem gest­ir gátu keypt á 400 krón­ur á Hót­el Adam við Skóla­vörðustíg kom beint úr þeim krön­um sem gest­ir voru varaðir við að drekka úr. 

Eig­and­inn viður­kenndi að hafa tappað vatn­inu á flösk­urn­ar í sam­tali við Heil­brigðis­eft­ir­lit Reykja­vík­ur. RÚV grein­ir frá þessu en líkt og fram hef­ur komið hef­ur eft­ir­litið áður staðfest að krana­vatnið hafi verið í góðu lagi.

Ell­efu her­bergi á Hót­el Adam eru ennþá inn­sigluð þar sem eig­andi hef­ur ekki orðið sér úti um til­skil­in leyfi. 

Hót­elið er aðeins með leyfi fyr­ir níu her­bergj­um en tutt­ugu her­bergi hafa verið leigð út. Auka­her­berg­in eru ým­ist í bak­húsi við Loka­stíg eða í hús­næðinu við Skóla­vörðustíg. Her­berg­in verða lokuð þar til eig­and­inn hef­ur fengið leyfi frá lög­regl­unn­i, heil­brigðis­eft­ir­liti, bygg­ing­ar­full­trúa og bruna­varna­eft­ir­liti. 

Neyt­enda­stofa er ennþá með vatns­sölu hót­els­ins til skoðunar.

Gestir eru hvattir til þess að drekka ekki úr krananum.
Gest­ir eru hvatt­ir til þess að drekka ekki úr kran­an­um. Mynd af Face­book
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka