Flöskuvatnið var úr krananum

Flöskuvatnið sem gestir gátu keypt á 400 krónur á Hótel Adam við Skólavörðustíg kom beint úr þeim krönum sem gestir voru varaðir við að drekka úr. 

Eigandinn viðurkenndi að hafa tappað vatninu á flöskurnar í samtali við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. RÚV greinir frá þessu en líkt og fram hefur komið hefur eftirlitið áður staðfest að kranavatnið hafi verið í góðu lagi.

Ellefu herbergi á Hótel Adam eru ennþá innsigluð þar sem eigandi hefur ekki orðið sér úti um tilskilin leyfi. 

Hótelið er aðeins með leyfi fyr­ir níu her­bergj­um en tutt­ugu her­bergi hafa verið leigð út. Auka­her­berg­in eru ým­ist í bak­húsi við Loka­stíg eða í hús­næðinu við Skóla­vörðustíg. Her­berg­in verða lokuð þar til eig­and­inn hef­ur fengið leyfi frá lög­regl­unn­i, heil­brigðis­eft­ir­liti, bygg­ing­ar­full­trúa og bruna­varna­eft­ir­liti. 

Neyt­enda­stofa er ennþá með vatns­sölu hót­els­ins til skoðunar.

Gestir eru hvattir til þess að drekka ekki úr krananum.
Gestir eru hvattir til þess að drekka ekki úr krananum. Mynd af Facebook
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK