Mjög mikil hreyfing á tryggingamarkaði

Guðmundur Jóhann Jónsson, forstjóri Varðar.
Guðmundur Jóhann Jónsson, forstjóri Varðar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég hef verið í þessum bransa fjári lengi og hef aldrei upplifað annað eins,“ segir Guðmund­ur Jó­hann Jóns­son, forstjóri Varðar, um síðustu daga. „Fyrir utan mjög neikvætt umtal sem öllum starfsmönnum í sömu atvinnugrein svíður hefur þetta hreyft mjög við markaðnum,“ segir hann. „Ég hef verið hérna inni í níu ár og aldrei upplifað annað eins innstreymi af beiðnum um tilboð.“

Arðsgreiðslutillögur skráðu tryggingafélaganna þriggja, þ.e. VÍS, Sjóvá og TM hafa fallið í grýttan jarðveg og hefur þeim verið mótmælt harðlega. Í dag dró Sjóvá hins vegar tillögu sína til baka og lækkaði fyrirhugaða arðgreiðslu umtalsvert.

Arðgreiðsla hjá Verði liggur ekki fyrir

Færeyski bankinn BankNordik, sem á allt hlutafé í Verði, hefur ekki gefið upp fyrirætlanir sínar um arðgreiðslu. Fjárhæðin mun hins vegar fljótlega liggja fyrir og Guðmundur býst við að hún verði í takti við arðgreiðslur síðustu tveggja ára. Á undanförnum níu árum hefur arður tvisvar verið greiddur út, þ.e. 300 milljónir vegna ársins 2014 og 209 milljónir vegna ársins 2013. Það samsvarar um 10% vöxtum á eigin fé Varðar bæði árin. 

Fyrirhugaðar arðgreiðslur skráðra tryggingafélaga hafa fallið í grýttan jarðveg.
Fyrirhugaðar arðgreiðslur skráðra tryggingafélaga hafa fallið í grýttan jarðveg. Samsett mynd

Ekki endilega spurning um kjörin

Guðmundur segir fyrirtækið vart hafa undan við að vinna úr fyrirspurnum og hafa starfsmenn unnið fram eftir á síðustu dögum. „Við erum núna að fara koma út auglýsingum um lengri opnunartíma til þess að ná að vinna úr þessum málum og svara viðskiptavinum eins hratt og unnt er,“ segir hann.

Aðspurður hvort hlutfallslega margir séu að flytja viðskipti sín segir Guðmundur það eftir að koma í ljós hversu margir láti raunverulega verða af flutningnum þar sem fólk eigi eftir að meta tilboðin og bera þau saman við núverandi kjör. „Samt virðist andrúmsloftið vera svolítið öðruvísi núna þar sem sumir vilja bara færa sig og það er ekkert endilega spurning um hvort munurinn nemi 10% eða 15%.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK