Sjóvá lækkar arðgreiðslu

Stjórn Sjóvár hefur ákveðið að leggja fram breytingartillögu um greiðslu arðs til hluthafa. Að hann verði lækkaður úr úr 3,1 milljarði króna í 657 milljónir króna fyrir árið 2015. Þetta kemur fram á vef félagsins. Hagnaður Sjóvár nam 657 milljónum króna á síðasta ári sem þýðir að allur hagnaður félagsins mun renna til hluthafa. 

Breytingartillaga: Í samræmi við ákvörðun stjórnarfundar 10.03.2016, leggur stjórn félagsins til að greiddur verði arður sem nemur 657 m.kr. fyrir árið 2015.

Erna Gísladóttir er stjórnarformaður Sjóvár
Erna Gísladóttir er stjórnarformaður Sjóvár mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Greinargerð stjórnar: Í ljósi viðbragða við fyrirliggjandi tillögu stjórnar um arðgreiðslu og yfirstandandi orðsporsáhættu hefur stjórnin ákveðið að endurskoða þá tillögu sína.

Fyrri tillaga stjórnar var byggð á yfirlýstri arðgreiðslustefnu félagsins og í samræmi við fjárhagslegan styrk þess. Miðaðist hún við að fjárhagsstaðan yrði áfram jafn sterk eftir greiðslu arðs og hún var í ársbyrjun 2015.

Forsenda fyrri tillögu um arðgreiðslu byggir á rekstrarniðurstöðu síðasta árs en ekki á breyttum reikningsskilum eða breytingu á tjónaskuld eins og misskilningur hefur verið um í umræðinni.

Rangfærslur um áhrif arðgreiðslu á fjárhagslegan styrk ógna orðspori Sjóvár. Það er skylda stjórnar að gæta að orðspori félagsins og í því ljósi er þessi tillaga sett fram.

Stjórn Sjóvár harmar þá tortryggni sem beinst hefur að félaginu undanfarna daga. Með þessari breytingartillögu vill stjórn bregðast við henni og mun samhliða beita sér fyrir bættri upplýsingagjöf í því skyni að stuðla að aukinni sátt.

Hér eru upplýsingar um stjórn Sjóvár

Hermann Björnsson forstjóri Sjóvár
Hermann Björnsson forstjóri Sjóvár mbl.is/Golli
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK