Hlutabréf tryggingafélaganna þriggja lækkuðu skarpt í morgun en náðu sér aðeins aftur á strik þegar leið á daginn.
Við lokun markaða höfðu bréf Sjóvá lækkað mest, eða um 3,89 prósent, og nam velta með bréfin alls 29 milljónum króna. Bréf VÍS lækkuðu lítið minna, eða um 3,75 prósent í 190 milljóna króna veltu. Hlutabréf TM lækkuðu hins vegar aðeins lítillega, eða um 0,64 prósent í 60 milljóna króna veltu.
Þetta voru einu félögin sem lækkuðu í viðskiptum dagsins en úrvalsvísitala Kauphallarinnar hækkaði um 0,59 prósent í 12,9 milljarða króna heildarveltu.
Bréf N1 hækkuðu mest í dag, eða um fjögur prósent.