Skúli stofnar fasteignafélag

Skúli Mogensen, forstjóri WOW air.
Skúli Mogensen, forstjóri WOW air. Rax / Ragnar Axelsson

Skúli Mogensen, eigandi WOW air, hefur stofnað einkahlutafélagið Títan Fasteign ehf., en einkahlutafélagið hans Títan ehf., heldur utan um eignarhlut Skúla í WOW.

Í Lögbirtingarblaðinu kemur fram að tilgangur félagsins sé kaup og leiga fasteigna og sala, lánastarfsemi tengd rekstrinum og annar skyldur rekstur.

Líkt og fram hefur komið hefur WOW átt í viðræðum við Kópavogsbæ um út­hlut­un lóðar á Kárs­nesi und­ir nýj­ar höfuðstöðvar fyr­ir­tæk­is­ins. Í samtali við mbl undir lok síðasta árs sagði Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, að honum litist vel á áformin.

Frétt mbl.is: Klára viðræður við WOW sem fyrst

Hann sagði starf­sem­ina falla vel að stemm­ing­unni sem hann vildi sjá á Kárs­nes­inu og þá t.d. vegna þess að áform WOW gera ráð fyrir listaverkasafni á lóðinni, smábátahöfn og opinni kaffiteríu.

Frétt mbl.is: Smábátahöfn við nýjar WOW-höfuðstöðvar

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK