Herða tök sín á VÍS

Höfuðstöðvar VÍS við Ármúla.
Höfuðstöðvar VÍS við Ármúla. mbl.is/Styrmir Kári

Mik­il átök eru kom­in upp í hópi lyk­il­hlut­hafa VÍS. Birt­ast þau meðal ann­ars í því að tveir fram­bjóðend­ur til stjórn­ar fé­lags­ins drógu fram­boð sín til baka inn­an við sól­ar­hring fyr­ir aðal­fund.

Áreiðan­leg­ar heim­ild­ir Morg­un­blaðsins herma að sú ætl­un þriggja stærstu líf­eyr­is­sjóða lands­ins að koma þrem­ur mönn­um í stjórn fé­lags­ins hafi orðið til þess að tví­menn­ing­arn­ir drógu fram­boð sín til baka.

Af fram­bjóðend­un­um sjö voru þrír með bein­um hætti studd­ir af stóru líf­eyr­is­sjóðunum þrem­ur. Þeir eru Her­dís D. Fjeld­sted, nú­ver­andi stjórn­ar­formaður VÍS, en hún nýt­ur stuðnings Líf­eyr­is­sjóðs versl­un­ar­manna. Helga Jóns­dótt­ir, sem einnig á sæti stjórn­inni, nýt­ur stuðnings LSR og þá er ljóst að Helga Hlín Há­kon­ar­dótt­ir nýt­ur stuðnings Gild­is, en hún hef­ur ekki átt sæti í stjórn fé­lags­ins til þessa. Verði það niðurstaða stjórn­ar­kjörs að þær Her­dís, Helga og Helga Hlín nái all­ar kjöri, munu þrír af fimm stjórn­ar­mönn­um hafa bein tengsl við sjóðina. Bjarni Brynj­ólfs­son, sem á sæti í stjórn­inni, hef­ur notið stuðnings sjóðanna en hann gef­ur ekki kost á sér áfram.

Þeir tveir fram­bjóðend­ur sem ekki njóta beins stuðnings líf­eyr­is­sjóðanna og ekki hafa dregið fram­boð sín til baka eru þau Guðný Hans­dótt­ir og Jostein Sør­voll. Þau munu bæði njóta stuðnings Óska­beins, sem á 5,54% í fé­lag­inu, auk þess sem fleiri einka­fjár­fest­ar munu hafa heitið stuðningi við Guðnýju og Jostein.

Í um­fjöll­un um mál þetta í blaðinu í dag kem­ur fram, að mikið van­traust rík­ir í garð stjórn­ar­for­manns VÍS og for­stjóra í kjöl­far þess að stjórn fé­lags­ins neydd­ist til að draga arðgreiðslu­til­lögu sína til baka.

Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri VÍS
Sigrún Ragna Ólafs­dótt­ir, for­stjóri VÍS mbl.is/​Styrm­ir Kári
Herdísi Dröfn Fjeldsted stjórnarformaður VÍS
Her­dísi Dröfn Fjeld­sted stjórn­ar­formaður VÍS mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK