Jón Björnsson, forstjóri Festi hf., var kjörinn varaformaður stjórnar SVÞ á stjórnarfundi í dag, mánudaginn 21. mars. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.
Festi er m.a. móðurfélag Kaupáss, sem rekur matvöruverslanir undir merkjum Krónunnar, Nóatúns og Kjarvals, ELKO, Intersport og vöruhótelsins Bakkans. Þá hefur Festi jafnframt gengið frá kaupum á hluta af fasteignasafni Smáragarðs.