Eigandi Austurs gjaldþrota

Miklar deilur hafa staðið yfir um skemmtistaðinn Austur.
Miklar deilur hafa staðið yfir um skemmtistaðinn Austur. mbl.is/Golli

Kamran Keivanlou, einn eigenda Austurs, var úrskurðaður gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjavíkur 11 mars sl. 

Kamran Keivanlou hafði samband við mbl.is í dag, 24. mars, og segir að þetta sé ekki rétt. Hann hafi greitt skuldir sínar og málið sé byggt á misskilningi.

Kamr­an Kei­van­lou er annar eigandi félagsins Alfacom ehf., ásamt Gholam­hossein Mohammad Shirazi en félagið hefur átt fimmtíu prósent hlut í skemmtistaðnum frá árinu 2013. Þá ætluðu Ásgeir Kolbeinsson og Styrmir Þór Bragason að selja þeim fyrrnefndu félagið 101 Austurstræti, sem hélt utan um rekstur staðarins, fyrir 95 milljónir króna.

Alfacom greiddi 45 milljónir króna við undirritun kaupsamnings og restina átti að greiða síðar. Síðan hafa komið upp ýmis deilumál og hafa eftirstöðvarnar því ekki verið gerðar upp.

Líkt og fram hefur komið vilja Kei­van­lou og Shirazi nú selja hlut sinn í skemmtistaðnum.

Frétt mbl.is.is: Hyggj­ast selja hlut sinn í Aust­ur

Hæstiréttur staðfesti á dögunum niðurstöðu Héraðsdóms Reykja­vík­ur um að meina þeim Kei­van­lou og Shirazi aðgang að hús­næði skemmti­staðar­ins. Þeir eiga sæti í stjórn félagsins 101 Aust­ur­stræt­i ásamt þeim Ásgeiri Kol­beins­syni og Kol­beini Pét­urs­syni.

Hæstirétt­ur komst að þeirri niður­stöðu að taka yrði ákv­arðanir um aðgang að hús­næðinu á stjórn­ar­fund­um sem ekki hafi verið gert.

Uppfært kl. 17:39 : Búið er að gera upp skuld Alfacom og hefur úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur verið kærður til Hæstaréttar Íslands. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka