Lyfjasamruni raskar samkeppni á Íslandi

Höfuðstöðvar Actavis í Hafnarfirði.
Höfuðstöðvar Actavis í Hafnarfirði.

Framkvæmdastjórn ESB hefur heimilað samruna lyfjafyrirtækjanna Allergan og Teva á grundvelli skilyrða sem felast meðal annars í því að hið sameinaða fyrirtæki selji frá sér tiltekin lyf sem eru eða verða markaðssett hér á landi.

Í úrskurðinum segir að samruninn raski samkeppni á Íslandi, Írlandi og Bretlandi þar sem sameinað fyrirtæki hefur sterkustu markaðsstöðuna.

Framkvæmdastjórnin hafði lögsögu í málinu í samræmi við samkeppnisreglur EES-samningsins. 

Hér má lesa fréttatilkynningu framkvæmdastjórnarinnar um efnið.

Ísra­elska lyfja­fyr­ir­tækið Teva til­kynnti um kaupin á sam­heita­lyfja­hluta Allerg­an, sem áður hét Acta­vis, í júlí á síðasta ári. Kaupverðið er 40,5 millj­arða Banda­ríkja­dala en það svar­ar til tæp­lega 5.500 millj­arða króna. 

Teva er stærsti sam­heita­lyfja­fram­leiðandi heims.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK