Blaðamannalistinn fer í rannsókn

Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknastjóri
Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknastjóri mbl.is/Árni Sæberg

Bryn­dís Kristjáns­dótt­ir, skatt­rann­sókn­ar­stjóri seg­ist bíða list­ans sem blaðamanna­sam­tök­in ICIJ hafa yfir fé­lög í skatta­skjól­um og mun hefja rann­sókn ef til­efni er til. List­inn verður birt­ur á næst­unni að sögn fjöl­miðlamanns­ins Jó­hann­esar Kr. Kristjáns­son­ar. Bryn­dís seg­ir embættið ætla að halda sig utan umræðunn­ar um ein­stök fé­lög.

Skatt­rann­sókn­ar­stjóri keypti í byrj­un síðasta sum­ars gögn um skatt­skil 400 til 500 fé­laga í eigu Íslend­inga er­lend­is af huldu­manni. Flest mál­in voru send áfram til Rík­is­skatt­stjóra og er það niðurstaða embætt­is­ins að skoða þurfi mál­in bet­ur. Eft­ir frek­ari skoðun gætu nokk­ur al­var­leg mál ratað aft­ur til skatt­rann­sókn­ar­stjóra að sögn Bryn­dís­ar.

Skatt­rann­sókn­ar­stjóri hélt hins veg­ar eft­ir þrjá­tíu al­var­leg­ustu mál­un­um og er tölu­vert langt í að rann­sókn á þeim verði lokið að sögn Bryn­dís­ar. Mögu­lega verður niður­stöðu ekki að vænta fyrr en á næsta ári.

Ekki er orðið ljóst hversu mörg þeirra mála verða send áfram til lög­reglu eða sér­staks sak­sókn­ara. „Stund­um skýr­ast mál­in og verða kannski felld niður en önn­ur geta orðið stærri en maður ætlaði í upp­hafi,“ seg­ir Bryn­dís og bæt­ir við að lítið sé því hægt að segja á þess­um tíma­punkti.

Birt­ist á næst­unni

Ann­ar listi en sá aðkeypti rataði síðan ný­lega í frétt­ir. Að hon­um hafa alþjóðleg sam­tök rann­sókn­ar­blaðamanna, ICIJ, og þýska dag­blaðið Sūddeutsche Zeit­ung, unnið ásamt fjöl­mörg­um fjöl­miðlum í nokkr­um lönd­um. Íslenski fjöl­miðlamaður­inn Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son er þeirra á meðal og seg­ir hann að list­inn verði birt­ur á næst­unni.

Þess fyr­ir utan seg­ist hann bund­inn trúnaði og get­ur ekki gefið upp ná­kvæm­ari tíma. Þá seg­ist hann ekki geta staðfest orðróm um að nöfn stjórn­mála­manna og annarra þekktra ein­stak­linga sé að finna á list­an­um en líkt og fram hef­ur komið er þar að minnsta kosti að finna Tor­tóla-fé­lag eig­in­konu for­sæt­is­ráðherra. Hún greindi frá því eft­ir að fyr­ir­huguð birt­ing lá fyr­ir.

Á mánu­dag­inn sagðist Eyj­an hafa staðfest­ar heim­ild­ir fyr­ir því að áhrifa­menn inn­an Sjálf­stæðis­flokks og Sam­fylk­ing­ar teng­ist list­un­um.

Tel­ur upp­lýs­ing­arn­ar áreiðan­leg­ar

Aðspurð hvort list­arn­ir tveir séu sam­bæri­leg­ir seg­ir Bryn­dís það ekki liggja fyr­ir. Hún seg­ir ljóst að embættið muni fá þessi gögn í hend­ur og að rann­sókn verði haf­in í fram­hald­inu ef til­efni þykir til. „Við mynd­um ætla, líkt og í öðrum lek­um, að þetta séu áreiðan­leg­ar upp­lýs­ing­ar og það hafa í sjálfu sér ekki verið nein­ar deil­ur um það,“ seg­ir hún. 

Hún seg­ir þenn­an lista þó eng­in áhrif hafa á fram­gang nú­ver­andi rann­sókn­ar, en ef viðbót­ar­gögn um mál­in koma í ljós verður einnig litið til þeirra. 

Aðspurð um ein­stök fé­lög eða ein­stak­linga á lista skatt­rann­sókn­ar­stjóra seg­ist Bryn­dís engu geta svarað. Hún seg­ist reyna að halda sig utan umræðunn­ar sem nú er í gangi. „Ég er að reyna feta hinn vandrataða stíg, þar sem ég svara því sem mér ber að svara, en án þess að taka þátt í því sem núna er í gangi,“ seg­ir hún.

„Það er búið að boða birt­ingu þess­ara gagna frá ICIJ en þangað til höld­um við bara okk­ar striki. Ég hef mín­ar hug­mynd­ir um þetta en tel það sé ekki tíma­bært að tjá mig fyrr en þetta ligg­ur fyr­ir,“ seg­ir Bryn­dís.

Jóhannes Kr. Kristjánsson er meðlimur ICIJ.
Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son er meðlim­ur ICIJ. mbl.is/​Heiðar Kristjáns­son
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Anna Sigurlaug Pálsdóttir. Komið hefur fram …
Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son og Anna Sig­ur­laug Páls­dótt­ir. Komið hef­ur fram að Anna Sig­ur­laug á fé­lag á Tor­tóla. Af vef Fram­sókn­ar­flokks­ins
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK