Ólíklegt að þekkja ekki skráningu

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segist ekki vita að félagið hafi verið …
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segist ekki vita að félagið hafi verið skráð í Lúxemborg.

Vala Valtýsdóttir, eigandi á skatta- og lögfræðisviði Deloitte, telur afar ólíklegt að það geti farið fram hjá mönnum hvar félag í þeirra eigu sé skráð. Hún bendir á að eigendur skrifi í raun undir stofngögn og síðan fái þeir almennt reglulega upplýsingar um stöðu frá banka eða þeim sem annast eignaumsýslu.

Líkt og fram hefur komið segist Bjarni Bene­dikts­son, fjár­málaráðherra, ekki hafa vitað af því að félag sem hann átti þriðjungshlut í hafi verið skráð á Seychell­es-eyj­um. Hann taldi félagið Fal­son & Co skráð í Lúxemborg. Bjarni segist hafa keypt þriðjungshlutinn fyrir fjörutíu milljónir króna árið 2006, eða fyrir tíu árum síðan.

Félagið var stofnað utan um fasteignakaup í Dubai en gengið var út úr kaupunum árið 2008. Árið 2009 var félagið síðan gert upp og sett í afskráningarferli.

Í yfirlýsingu sem Bjarni birti á Facebook í gær sagðist hann á árinu 2009 hafa ákveðið að stunda ekki viðskipti samhliða starfi sínu í kjölfar þess að hafa boðið sig til formannsembættis.

Bjarni hefur hins setið á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá árinu 2003.

Hann segist hafa gert grein fyrir kaupunum á félaginu og niðurlagningu þess fyrir íslenskum skattyfirvöldum.

Vala Valtýsdóttir, eigandi á skatta- og lögfræðisviði Deloitte.
Vala Valtýsdóttir, eigandi á skatta- og lögfræðisviði Deloitte. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Skattleysi fram til 2010

Ýmsar ástæður geta verið fyrir stofnun félaga á lágskattasvæðum og má þar t.d. nefna falið eignarhald og undankoma frá skattgreiðslum. Þetta átti helst við á árunum fyrir hrun þar sem svokallaðar CFC-reglur sem taka á skattlagningu félaga í lágskattaríkjum og fjölmargir upplýsingaskiptasamningar hafa í dag tekið gildi. 

„Oft hefur því verið haldið fram að lágskattaríki séu notuð til að fela eignir en maður veit aldrei af hvaða hvötum svona félög eru stofnuð,“ segir Vala.

Fram til ársins 2010 gat hins vegar verið um algjört skattleysi að ræða hjá slíkum félögum og öðlaðist upplýsingaskiptasamningur við Seychelles-eyjar t.a.m. ekki gildi fyrr en í október 2013. Hins vegar er í gildi tvísköttunarsamningur milli Íslands og Lúxemborgar frá árinu 2001 og í honum er kveðið á um upplýsingaskipti milli ríkjanna tveggja.

CFC-reglurnar tóku gildi hinn 1. janúar 2010 vegna tekna slíkra félag en samkvæmt þeim þurfa innlendir eigendur erlendra félaga á lágskattasvæðum að greiða skatt vegna hagnaðarins sem myndast þar.

Í dag er því lítill skattalegur hvati til stofnun félaga í lágskattaríkjum þar sem skattaleg meðferð arðstekna og söluhagnaðar er mjög hagstæð á Íslandi. Eru þessar tekjur í rauninni skattlausar þar sem þær eru frádráttarbærar frá skatti. Einungis er skattlagning á úthlutun arðs til eigenda.

Þarft að greina frá eigninni

Samkvæmt tekjuskattslögum ber fólki að sjálfsögðu telja fram allar sínar eignir. Eignir í félögum sem þessum rata hins vegar ekki sjálfkrafa inn á skattframtöl fólks og þarf að greina sérstaklega frá þeim. 

Í samtali við mbl í dag segir Bjarni að kaupin á félaginu hafi komið fram á sinni skattskýrslu og jafnframt að hann hafi skráð félagið í Lúxemborg á framtalinu vegna þessa misskilnings.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka