Ólíklegt að þekkja ekki skráningu

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segist ekki vita að félagið hafi verið …
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segist ekki vita að félagið hafi verið skráð í Lúxemborg.

Vala Val­týs­dótt­ir, eig­andi á skatta- og lög­fræðisviði Deloitte, tel­ur afar ólík­legt að það geti farið fram hjá mönn­um hvar fé­lag í þeirra eigu sé skráð. Hún bend­ir á að eig­end­ur skrifi í raun und­ir stofn­gögn og síðan fái þeir al­mennt reglu­lega upp­lýs­ing­ar um stöðu frá banka eða þeim sem ann­ast eignaum­sýslu.

Líkt og fram hef­ur komið seg­ist Bjarni Bene­dikts­son, fjár­málaráðherra, ekki hafa vitað af því að fé­lag sem hann átti þriðjungs­hlut í hafi verið skráð á Seychell­es-eyj­um. Hann taldi fé­lagið Fal­son & Co skráð í Lúx­em­borg. Bjarni seg­ist hafa keypt þriðjungs­hlut­inn fyr­ir fjöru­tíu millj­ón­ir króna árið 2006, eða fyr­ir tíu árum síðan.

Fé­lagið var stofnað utan um fast­eigna­kaup í Dubai en gengið var út úr kaup­un­um árið 2008. Árið 2009 var fé­lagið síðan gert upp og sett í af­skrán­ing­ar­ferli.

Í yf­ir­lýs­ingu sem Bjarni birti á Face­book í gær sagðist hann á ár­inu 2009 hafa ákveðið að stunda ekki viðskipti sam­hliða starfi sínu í kjöl­far þess að hafa boðið sig til for­mann­sembætt­is.

Bjarni hef­ur hins setið á Alþingi fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn frá ár­inu 2003.

Hann seg­ist hafa gert grein fyr­ir kaup­un­um á fé­lag­inu og niður­lagn­ingu þess fyr­ir ís­lensk­um skattyf­ir­völd­um.

Vala Valtýsdóttir, eigandi á skatta- og lögfræðisviði Deloitte.
Vala Val­týs­dótt­ir, eig­andi á skatta- og lög­fræðisviði Deloitte. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Skatt­leysi fram til 2010

Ýmsar ástæður geta verið fyr­ir stofn­un fé­laga á lág­skatta­svæðum og má þar t.d. nefna falið eign­ar­hald og undan­koma frá skatt­greiðslum. Þetta átti helst við á ár­un­um fyr­ir hrun þar sem svo­kallaðar CFC-regl­ur sem taka á skatt­lagn­ingu fé­laga í lág­skatta­ríkj­um og fjöl­marg­ir upp­lýs­inga­skipta­samn­ing­ar hafa í dag tekið gildi. 

„Oft hef­ur því verið haldið fram að lág­skatta­ríki séu notuð til að fela eign­ir en maður veit aldrei af hvaða hvöt­um svona fé­lög eru stofnuð,“ seg­ir Vala.

Fram til árs­ins 2010 gat hins veg­ar verið um al­gjört skatt­leysi að ræða hjá slík­um fé­lög­um og öðlaðist upp­lýs­inga­skipta­samn­ing­ur við Seychell­es-eyj­ar t.a.m. ekki gildi fyrr en í októ­ber 2013. Hins veg­ar er í gildi tví­skött­un­ar­samn­ing­ur milli Íslands og Lúx­em­borg­ar frá ár­inu 2001 og í hon­um er kveðið á um upp­lýs­inga­skipti milli ríkj­anna tveggja.

CFC-regl­urn­ar tóku gildi hinn 1. janú­ar 2010 vegna tekna slíkra fé­lag en sam­kvæmt þeim þurfa inn­lend­ir eig­end­ur er­lendra fé­laga á lág­skatta­svæðum að greiða skatt vegna hagnaðar­ins sem mynd­ast þar.

Í dag er því lít­ill skatta­leg­ur hvati til stofn­un fé­laga í lág­skatta­ríkj­um þar sem skatta­leg meðferð arðstekna og sölu­hagnaðar er mjög hag­stæð á Íslandi. Eru þess­ar tekj­ur í raun­inni skatt­laus­ar þar sem þær eru frá­drátt­ar­bær­ar frá skatti. Ein­ung­is er skatt­lagn­ing á út­hlut­un arðs til eig­enda.

Þarft að greina frá eign­inni

Sam­kvæmt tekju­skatts­lög­um ber fólki að sjálf­sögðu telja fram all­ar sín­ar eign­ir. Eign­ir í fé­lög­um sem þess­um rata hins veg­ar ekki sjálf­krafa inn á skatt­fram­töl fólks og þarf að greina sér­stak­lega frá þeim. 

Í sam­tali við mbl í dag seg­ir Bjarni að kaup­in á fé­lag­inu hafi komið fram á sinni skatt­skýrslu og jafn­framt að hann hafi skráð fé­lagið í Lúx­em­borg á fram­tal­inu vegna þessa mis­skiln­ings.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK