56 milljóna gjaldþrot hjá Lindu Pé

Linda Pétursdóttir
Linda Pétursdóttir

Gjaldþrotaskiptum hjá Lindu Pétursdóttur verður lokið í apríl en að sögn skiptastjóra nemur heildarupphæð krafna alls 56 milljónum króna. Engar eignir eru í búinu og mun því ekkert fást upp í kröfur.

Linda Pét­urs­dótt­ir, fyrr­ver­andi eig­andi Baðhúss­ins, var úr­sk­urðuð gjaldþrota í Héraðsdómi Reykja­ness hinn 12. nóv­em­ber sl. 

Stærsti kröfuhafinn er fasteignafélagið Reginn með tæplega 23 milljóna króna kröfu. Skiptafundur fer fram mánudaginn 4. apríl og verður skiptunum þá lokið að sögn skiptastjóra.

Gjaldþrot eftir flutninga

Líkt og fram hef­ur komið var Baðhús­inu lokað í des­em­ber á síðasta ári og sagði Linda að rekstr­ar­grund­vell­in­um hefði verið kippt und­an fyr­ir­tæk­inu þegar lof­orð um af­hend­ing­ar­tíma á nýju hús­næði í Smáralind voru svik­in. Auk þess hefði hús­næðið verið hálf­klárað við af­hend­ingu og iðnaðar­menn sí­fellt and­andi ofan í háls­málið á viðskipta­vin­um.

Fasteignafélagið Reginn er eigandi húsnæðisins.

Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins, sagði aftur á móti í samtali við mbl að samningnum við Baðhúsið hefði verið rift vegna vanefnda. Hann sagði Regin hafa staðið við alla gerða samninga.

Baðhúsið var úr­sk­urðað gjaldþrota í janú­ar sl. og var skipt­um lokið í lok ág­úst. Heild­ar­kröf­ur námu 181,6 millj­ón­um króna og fékkst um 2,1 millj­ón króna greidd­ upp í þær.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK