Borgunarsalan ekki í samræmi við lög

Mikill styr hefur staðið um sölu Landsbankans á ríflega 30% …
Mikill styr hefur staðið um sölu Landsbankans á ríflega 30% hlut í Borgun en bankinn seldi hlutinn síðla árs 2014. mbl.is/Júlíus

Það er niðurstaða Fjármálaeftirlitsins að verklag Landsbankans við sölu á 31,2% eignarhlut í Borgun árið 2014 hafi verið áfátt og heilt á litið ekki til þess fallið að skila bestri niðurstöðu fyrir bankann

Er það mat eftirlitsins að verklag bankans við söluna hafi ekki að öllu leyti samræmst eðlilegum og heilbrigðum viðskiptaháttum á fjármálamarkaði samkvæmt 19. gr. laga um fjármálafyrirtæki. 

Í lögunum segir einfaldlega að fjármálafyrirtæki skuli starfa í samræmi við eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti og venjur á fjármálamarkaði.

Hins vegar ætlar Fjármálaeftirlitið ekki að grípa til aðgerða að svo stöddu þar sem bankinn hefur að eigin frumkvæði tilkynnt eftirlitinu að hann hafi í hyggju að grípa til nánar tilgreindra aðgerða, í því skyni að taka þá þætti í starfsemi sinni er málið varðar til endurskoðunar.

Fjármálaeftirlitið óskar þó eftir að vera upplýst um framgang endurskoðunar á verklagi, eftir því sem við á.

Fjármálaeftirlitið hefur lokið athugun sinni.
Fjármálaeftirlitið hefur lokið athugun sinni. mbl.is/Ómar Óskarsson

Ríkar kröfur í lokuðu söluferli

Í niðurstöðu athugunar Fjármálaeftirlitsins á sölunni segir að fjármálafyrirtækjum beri lögum samkvæmt að starfa á heilbrigðan og eðlilegan hátt með hagsmuni viðskiptavina, hluthafa og alls þjóðarbúsins að leiðarljósi.

Í því samhengi sé það mat Fjármálaeftirlitsins að gera verði sérstaklega ríka kröfu til fagmennsku og vandvirkni í vinnubrögðum þegar verið er að selja eignir í eigu viðskiptabanka að stærstum hluta í eigu ríkisins, ekki í opnu söluferli og með einn tilboðsgjafa.

Í því felst m.a. að leggja sérstakt mat á orðsporsáhættu sem getur fylgt því að hafa söluferlið ekki opið og kanna hvort sérfræðiaðstoð þriðja aðila og/eða sjálfstæð áreiðanleikakönnun sé til þess fallin að veita bankanum aukinn aðgang að gögnum og upplýsingum um félagið í söluferlinu.

Hér má lesa niðurstöðu FME í heild.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK