Ný stefna um sölu eigna

Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, þegar mótmælendur mættu í bankann í …
Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, þegar mótmælendur mættu í bankann í lok janúar vegna Borgunarsölunnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bankaráð Landsbankans hefur eftir vandlega skoðun samþykkt aðgerðaáætlun til að efla stjórnarhætti bankans varðandi sölu eigna.

Áætlunin miðar að því að koma í veg fyrir að sambærileg álitamál, líkt og við Borgunarsöluna, komi upp aftur vegna sölu eigna og stuðla að auknu gagnsæi og trausti til bankans.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum þar sem fyrrnefnd aðferðaráætlun er einnig útlistuð. Fjármálaeftirlitið birti í dag niðurstöðu sína eftir athugun á sölunni. Þar sagði að salan væri ekki í samræmi við eðli­leg­a og heil­brigða viðskiptahætti samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki.

Hins vegar ætlaði eftirlitið ekki að aðhafast þar sem Landsbankinn ætli að grípa til þessara aðgerða. Mun eftirlitið fylgjast með framganginum

Fréttmbl.is: Borgunarsalan ekki í samræmi við lög

Fjármálaeftirlitið ætlar ekki að aðhafast frekar að svo stöddu.
Fjármálaeftirlitið ætlar ekki að aðhafast frekar að svo stöddu. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Með því að styrkja stjórnarhætti varðandi sölu eigna vill bankinn koma til móts við þá gagnrýni sem komið hefur fram og stuðla að auknu trausti til bankans og starfsmanna hans. Landsbankinn er staðráðinn í að efla orðspor sitt og traust,“ segir í tilkynningu frá bankanum.

Helstu liðir áætlunarinnar eru:

  1. stefna um sölu eigna hefur verið samþykkt. Markmið hennar er að tryggja vandaða stjórnarhætti um sölu eigna og takmarka rekstraráhættu og orðsporsáhættu sem sala eigna getur falið í sér. Í nýju stefnunni er kveðið á um að meginreglan sé að söluferli sé opið. Frávik frá þeirri meginreglu verður að vera rökstutt, skráð og háð samþykki bankaráðs. Í stefnunni er skilgreint hvaða eignir teljast til mikilvægra eigna með tilliti til verðmætis og orðsporsáhættu. Sala mikilvægra eigna skal háð sérstöku mati á orðsporsáhættu og samþykki bankaráðs.

  2. Settar verða skráðar verklagsreglur um sölu allra helstu flokka eigna, sem byggja á nýrri stefnu bankans um sölu eigna. Slíkar verklagsreglur eru þegar til staðar um tiltekna eignaflokka og verða þær uppfærðar. Í verklagsreglunum verður að finna:
    1. Ákvæði um stjórnarhætti varðandi sölu eigna.        
    2. Skilgreiningu á opnu söluferli fyrir hvern eignaflokk.
    3. Leiðbeiningar um mat á orðsporsáhættu.
    4. Kröfu um gagnsæi og að upplýsingar um eignir til sölu séu aðgengilegar.
    5. Leiðbeiningar um hvenær afla skuli verðmats og áreiðanleikakönnunar ytri aðila við sölu á mikilvægum eignum.

  3. Stefna og verklag tekur mið af áhættu og verður  háð þriggja þrepa eftirliti, þar sem starfsmenn og stjórnendur, eftirlitseiningar og innri endurskoðun hafa hvert um sig tilteknu hlutverki að gegna. 

  4. Árlega verður birt skýrsla á vef bankans þar sem veittar verða upplýsingar um  eignir sem eru til sölu og eignir sem seldar hafa verið undanfarna 12 mánuði.

  5. Sett hefur verið sérstök stefna um orðsporsáhættu. Stefnunni er ætlað að auðvelda starfsmönnum bankans að meta orðsporsáhættu við sölu eigna. Stefnan skal endurspeglast í starfsemi bankans og vera hluti af áhættustjórnun hans. Í stefnunni eru sett viðmið um með hvaða hætti Landsbankinn leggur mat á orðsporsáhættu og hvernig unnið er að því að lágmarka orðsporsáhættu bankans og tjón sem af henni getur hlotist.
    Mikill styr hefur staðið um sölu Landsbankans á ríflega 30% …
    Mikill styr hefur staðið um sölu Landsbankans á ríflega 30% hlut í Borgun en bankinn seldi hlutinn síðla árs 2014. mbl.is/Júlíus

Hagsmunir bankans voru í fyrirrúmi

Í tilkynningu frá Landsbankanum segir að undirbúningur og ákvarðanir bankans um sölu á hlutum í Borgun hafi haft það eina markmið að gæta hagsmuna bankans, eins og þeir voru metnir á þeim tíma í ljósi þeirra upplýsinga sem þá lágu fyrir.

Engir annarlegir hvatar eða sjónarmið hafi verið þarna að baki.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK