Fengu sekt í Kringlunni

Húsverðir Kringlunnar dreifðu 3.000 króna sektarmiðum.
Húsverðir Kringlunnar dreifðu 3.000 króna sektarmiðum.

Nokkrir gestir Kringlunnar urðu hundfúlir í morgun þegar 3.000 króna sekt vegna ógreiddra bílastæðagjalda beið þeirra á bílnum.

Á sektinni kom fram að hægt væri að fá gjaldið lækkað niður í 500 krónur með því að greiða sektina umsvifalaust á þjónustuborði. Flestir létu blekkjast og héldu á þjónustuborðið í von um afslátt.

Hægt var að fá sektina lækkaða niður í 500 krónur.
Hægt var að fá sektina lækkaða niður í 500 krónur.

Þar kom hins vegar í ljós að um saklaust aprílgabb var að ræða. Fengu þeir sem létu plata sig bíómiða í sárabætur fyrir hlaupið.

Að sögn Zophaníusar Sigurðssonar, tæknistjóra í Kringlunni, voru gestir frekar hissa og nokkuð sárir þegar þeir komu með sektina á þjónustuborðið. „Þeir sögðust hafa lagt þarna margoft og aldrei þurft að greiða neitt,“ segir hann léttur.

Allir tóku gríninu hins vegar mjög vel og tóku hlæjandi við bíómiðanum.

Húsverðir Kringlunnar dreifðu sektarmiðunum en að sögn Zophaníusar er þetta fyrsta aprílgabbið sem Kringlan stendur fyrir.

Á meðfylgjandi myndum má sjá sögu nemenda úr Verslunarskólanum sem gengu beint í gildruna. 

Þessir nemendur úr Verslunarskólanum fóru með sektina á þjónustuborðið.
Þessir nemendur úr Verslunarskólanum fóru með sektina á þjónustuborðið.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK