Dorrit vildi út í geim

Dorrit Moussaieff og Richard Branson eru góðvinir til margra ára.
Dorrit Moussaieff og Richard Branson eru góðvinir til margra ára.

Það var ekki eiginkona forsætisráðherra sem hafði samband við Richard Branson vegna mögulegrar geimferðar. Það var Dorrit Moussaieff forsetafrú.

Í svari við fyrirspurn mbl segir Örnólfur Thorsson, forsetaritari að Richard Branson sé góðvinur Dorritar sem hún hafi þekkt í langan tíma.

„Sama dag og hið hörmulega slys varð fyrir fáeinum árum sendi hún honum hughreystandi kveðju og ræddi svo við hann í síma. Hún sagðist myndu hafa gaman af því að fara í geimferð þó hún væri ekki að bóka slíka ferð,“ segir Örnólfur.

Hún teldi að vísindi almennt og heilbrigðisvísindi sérstaklega hefðu á margvíslegan hátt notið góðs af tæknilegum framförum sem orðið hefðu við þróun geimferða.

Milljarðamæringurinn og stofnandi geimferðafyrirtækisins Virigin Galactic sagði í viðtali við Daily Mail hinn 26. mars sl. að eiginkona forsætisráðherra hefði sýnt geimferðum áhuga.

Blaðamaður staðfestir frásögnina

Mbl hafði samband við blaðamanninn Cole Moreton sem tók viðtalið fyrir Daily Mail. Moreton fór yfir endurrit af samskiptum sínum við Branson og staðfesti að frásögnin hefði verið með þessum hætti.  „Eig­in­kona for­sæt­is­ráðherra Íslands hringdi í mig dag­inn eft­ir slysið og sagði: „Ég vil skrá mig til að kom­ast út í geim.“ 

Með umræddu slysi er átt við þegar geimferjan SpaceS­hipTwo í eigu Virgin hrapaði í til­rauna­flugi yfir Moja­ve-eyðimörk­inni í Kali­forn­íu með þeim afleiðingum að annar flugmaðurinn lést.

Frásögnin hjá Daily Mail var tekin upp í frétt á Vísi fyrr í dag og birti Sigmundur Davíð færslu á Facebook í kjölfarið og mótmælti sögunni. „Nú hef­ur vit­leys­an hins veg­ar náð stjarn­fræðileg­um hæðum. Í frétt á Vísi er full­yrt að eig­in­kona mín hafi pantað sér ferð út í geim! Ég þurfti að lesa þetta fimm sinn­um og at­huga jafn oft hvort ég væri að lesa pist­il á grínsíðu eða frétt­asíðu.“

Samkvæmt forsetaritaranum virðist forundran Sigmundar eiga rétt á sér þar sem það var í raun Dorrit sem sýndi geimferðinni áhuga, en ekki Anna Sigurlaug, eiginkona Sigmundar.

Geimfararnir hittast reglulega

Athafnamaðurinn Gísli Gíslason, fram­kvæmda­stjóri Even, er eini Íslendingurinn sem hefur þegar bókað miða með Virgin Galactic út í geim. Hann hafði ekki heyrt af áhuga Dorritar þegar mbl hafði samband en benti þó á að Branson og Dorrit væru góðir vinir.

Hann segir fréttir af fyrirspurn Önnu Sigurlaugar jafnframt hafa komið sér á óvart. „Við sem erum að fara úti í geim hittumst reglulega og sækjum viðburði hér og þar um heiminn. Þetta er sama fólkið sem maður hittir aftur og aftur og ég hefði líklega heyrt af öðrum Íslendingi.“

Frétt mbl.is: „Hvar endar þessi vitleysa eiginlega“

Anna Sigurlaug sýndi geimferðum ekki áhuga. Það var hún Dorrit …
Anna Sigurlaug sýndi geimferðum ekki áhuga. Það var hún Dorrit sem gerði það. Morgunblaðið/Ómar
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK