Vatnssalan ólögleg á Hótel Adam

Vatnssalan á Hótel Adam vakti mikla athygli.
Vatnssalan á Hótel Adam vakti mikla athygli. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Neytendastofa hefur komist að þeirri niðurstöðu að rekstraraðilar Hótel Adam við Skólavörðustíg hafi gerst brotlegir við lög um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu þegar vatn var boðið til sölu undir þeim formerkjum að kranavatnið væri í ólagi.

Þetta segir Þórunn Anna Árnadóttir sviðsstjóri neytendaréttarsviðs hjá Neytendastofu. 

Þórunn segir að rekstraraðila hafi ekki tekist að sanna að vatnið væri í ólagi og var því talið að um villandi viðskiptahætti og blekkingar væri að ræða.

Málinu var lokið í síðustu viku en ákveðið var að beita ekki sektum. Þórunn segir að rekstraraðili hafi svarað Neytendastofu og að hann hafi látið af háttseminni. Því hefði sektin ekki þjónað neinum tilgangi.

Ef Hótel Adam gerist hins vegar aftur brotlegt á þennan hátt er hægt að nota þessa fyrri ákvörðun sem grundvöll fyrir umsvifalausri sekt.

Líkt og fram hefur komið var umrætt flöskuvatn úr krananum á hótelinu. Sama krana og viðskiptavinum var ráðlagt að drekka ekki úr. Þetta staðfesti eigandi þegar Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur krafði hann skýringa. Eft­ir­litið hefur einnig staðfest að krana­vatnið hafi verið í góðu lagi.

Gestum var ráðlagt að drekka ekki vatnið úr krananum.
Gestum var ráðlagt að drekka ekki vatnið úr krananum. Mynd af Facebook
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka