Vatnssalan ólögleg á Hótel Adam

Vatnssalan á Hótel Adam vakti mikla athygli.
Vatnssalan á Hótel Adam vakti mikla athygli. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Neyt­enda­stofa hef­ur kom­ist að þeirri niður­stöðu að rekstr­araðilar Hót­el Adam við Skóla­vörðustíg hafi gerst brot­leg­ir við lög um eft­ir­lit með viðskipta­hátt­um og markaðssetn­ingu þegar vatn var boðið til sölu und­ir þeim for­merkj­um að krana­vatnið væri í ólagi.

Þetta seg­ir Þór­unn Anna Árna­dótt­ir sviðsstjóri neyt­enda­rétt­ar­sviðs hjá Neyt­enda­stofu. 

Þór­unn seg­ir að rekstr­araðila hafi ekki tek­ist að sanna að vatnið væri í ólagi og var því talið að um vill­andi viðskipta­hætti og blekk­ing­ar væri að ræða.

Mál­inu var lokið í síðustu viku en ákveðið var að beita ekki sekt­um. Þór­unn seg­ir að rekstr­araðili hafi svarað Neyt­enda­stofu og að hann hafi látið af hátt­sem­inni. Því hefði sekt­in ekki þjónað nein­um til­gangi.

Ef Hót­el Adam ger­ist hins veg­ar aft­ur brot­legt á þenn­an hátt er hægt að nota þessa fyrri ákvörðun sem grund­völl fyr­ir um­svifa­lausri sekt.

Líkt og fram hef­ur komið var um­rætt flösku­vatn úr kran­an­um á hót­el­inu. Sama krana og viðskipta­vin­um var ráðlagt að drekka ekki úr. Þetta staðfesti eig­andi þegar Heil­brigðis­eft­ir­lit Reykja­vík­ur krafði hann skýr­inga. Eft­ir­litið hef­ur einnig staðfest að krana­vatnið hafi verið í góðu lagi.

Gestum var ráðlagt að drekka ekki vatnið úr krananum.
Gest­um var ráðlagt að drekka ekki vatnið úr kran­an­um. Mynd af Face­book
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka