Fengu stjórnunarverðlaun Stjórnvísi

Guðrún Kaldal, framkvæmdastjóri frístundamiðstöðvarinnar Frostaskjóli, Þorbjörg Jensdóttir, framkvæmdastjóri IceMedico ehf, …
Guðrún Kaldal, framkvæmdastjóri frístundamiðstöðvarinnar Frostaskjóli, Þorbjörg Jensdóttir, framkvæmdastjóri IceMedico ehf, Finnur Oddsson, forstjóri Nýherja, Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands og Ásta Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Landspítala.

Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi voru afhent í gær við hátíðlega athöfn á Grand hótel. Þrír stjórnendur voru verðlaunaðir. 

Guðrún Kaldal, framkvæmdastjóri frístundamiðstöðvarinnar Frostaskjóli í flokki millistjórnenda, Þorbjörg  Jensdóttir, framkvæmdastjóri IceMedico ehf í flokki frumkvöðla og Finnur Oddsson, forstjóri Nýherja í flokki yfirstjórnenda. 

Ásta Bjarnadóttir, formaður dómnefndar og framkvæmdastjóri mannauðssviðs Landspítala kynnti niðurstöður dómnefndar. 

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti verðlaunin eins og hann hefur gert frá því verðlaun þessi voru fyrst afhent fyrir sex árum. Innan vébanda Stjórnvísi eru 3.500 félagsmenn í tæplega 300 aðildarfyrirtækjum. Innan félagsins starfa 20 faghópar.  

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK