Aka frá Keflavíkurflugvelli til Akureyrar

Rútur Gray Line.
Rútur Gray Line.

Fyrsta beina rútuferð Gray Line frá Keflavíkurflugvelli til Akureyrar hefst kl. 17 í dag. Farþegar með flugi frá útlöndum komast þannig samdægurs til höfuðstaðar Norðurlands. Áætlað er að ferðin norður taki 6 tíma. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Gray Line. 

Þaar segir að haldið verði til baka frá Akureyri kl. 23.15 í kvöld og komið til Keflavíkurflugvallar kl. 5.15 í fyrramálið. Farþegar á leið til útlanda ná þannig morgunflugi án þess að þurfa að gista á leiðinni suður.

„Þetta er í fyrsta skipti sem boðið er upp á viðstöðulausar áætlunarferðir milli alþjóðaflugvallarins í Keflavík og Akureyrar. Í apríl og maí verður ekið á milli þrisvar í viku en daglega yfir sumarið fram í miðjan september.

Á leiðinni milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar verður stoppað fyrir farþega í Borgarnesi, Staðarskála, Blönduósi og Varmahlíð ef farþegar hafa bókað far til eða frá þessum stöðum. Bókanir fara fram á vefsíðunni airportexpress.is,“ segir í tilkynningunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK