Samkeppniseftirlitið vill hærri sekt á Byko

Verðsamráð Byko og Húsasmiðjunnar stóð yfir í mörg ár.
Verðsamráð Byko og Húsasmiðjunnar stóð yfir í mörg ár. mbl.is

Mál Samkeppniseftirlitsins gegn Norvik, móðurfélagi Byko, verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Samkeppniseftirlitið höfðaði málið eftir að áfrýjunarnefnd samkeppnismála lækkaði sekt Byko vegna ólöglegs samráðs úr 650 milljónum króna í 65 milljónir króna.

Telur Samkeppniseftirlitið að 65 milljóna króna sekt hafi ekki fullnægjandi varnaðaráhrif. 

Byko kærði upphaflega 650 milljóna króna sekt Samkeppniseftirlitsins til áfrýjunarnefndar, sem lækkaði hana, líkt og áður segir. Áfrýjunarnefndin staðfesti þó í meginatriðum ákvörðun eftirlitsins.

Ekki jafn alvarlegt og lagt var til grundvallar

Í maí 2015 komst Samkeppniseftirlitið að þeirri niðurstöðu að Byko hafi brotið gegn samkeppnislögum og EES-samningnum með umfangsmiklu ólögmætu samráði við gömlu Húsasmiðjuna allt frá árinu 2000 til mars 2011.

Í ákvörðun eftirlitsins segir að samráð Byko og Húsasmiðjunnar hafi m.a. falist í því að fyrirtækin áttu í beinum reglulegum samskiptum þar sem veittar voru upplýsingar um verð, afsláttarkjör og eftir atvikum birgðastöðu á tilteknum tegundum grófvara.

Hins vegar taldi áfrýjunarnefnd að brot Byko hafi ekki verið jafn alvarleg og Samkeppniseftirlitið lagði til grundvallar. Taldi nefndin því hæfilegt að lækka sekt Byko. Þá taldi nefndin ósannað að brotið hefði verið gegn EES-samningnum.

Hér má lesa ákvörðun Samkeppniseftirlitsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK