Orkuveitan vill aflandsfélag

mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Stjórn Orkuveitunnar samþykkti í fyrra að stofna aflandsfélag um tryggingar eigin eigna. Ákvörðunin var lögð fyrir eigendur til staðfestingar. Svar hefur ekki fengist.

Þetta segir Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi OR, í samtali við mbl.is. 

Eigendasamningur Orkuveitunnar gerir ráð fyrir að ákvarðanir af þessu tagi fari til eigenda til staðfestingar. Var erindið því lagt fyrir Reykjavíkurborg, Akraneskaupstað og Borgarbyggð og hefur ekkert svar fengist að sögn Eiríks.

Greint var frá því á dögunum að Landsvirkjun ætti aflandsfélag á Bermúda. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði félagið greiða alla skatta hér á landi en sagði vel koma til greina að breyta fyrirkomulaginu í ljósi nýlegra atburða.

Líkt og áður segir samþykkti Orkuveitan að stofna sérstakt tryggingafélag á Guernsey í fyrra og nefnir Eiríkur nú einnig Lúxemborg í þessu samhengi. 

Í vinnuskjali OR um málið kom fram að iðgjöld á alþjóðlegum markaði væru hagstæðari og var talið að árlegur sparnaður gæti numið tugum milljóna króna á ári. Eins kom fram í vinnuskjalinu að tryggingafélög í Guernsey greiði ekki tekjuskatt og séu undanþegin fjármagnstekjuskatti. 

Guernsey er eyja í Ermarsundi.
Guernsey er eyja í Ermarsundi.

Meðvitaðir um mórölsk álitamál

Aðspurður hvort stjórnin hafi ennþá áhuga á stofnun aflandsfélags svarar Eiríkur játandi og bætir við að málið hafi fengið töluverða skoðun og rýni innanhúss. 

„Menn voru alveg með opin augu fyrir því að þetta kynni að orka tvímælis. Jafnvel þótt fyrirkomulagið gæti þýtt að skattgreiðslur hér á landi myndu aukast, þá vissu menn að þetta fyrirkomulag væri ekki óumdeilt,“ segir hann.

Aðspurður hvernig skattgreiðslur hér á landi komi til með að aukast segir Eiríkur að kostnaðurinn sem Orkuveitan er í dag að greiða til erlendra milliliða yrði að hagnaði hjá Orkuveitunni. Hagnaði sem skattar eru greiddir af.

„Við teljum að í þessu geti falist fjárhagslegur ábati fyrir fyrirtækið og eigendur þess en erum þó meðvitaðir um mórölsk álitamál,“ segir Eiríkur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK