Ólafur og Dorrit ekki kröfuhafar

Forsetahjónin Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussai­eff
Forsetahjónin Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussai­eff mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hvorki Ólafur Ragnar Grímsson né Dorrit Moussai­eff hafa átt kröfur í slitabú föllnu bankanna. Eignir Dorritar eru í Bretlandi og eignir Ólafs eru á Íslandi. 

Þetta segir í svari Árni Sigurjónssonar, skrifstofustjóra á skrifstofu forseta Íslands, við fyrirspurn mbl.

Ný frétt: Fjölskylda Dorritar átti aflandsfélag

Mbl sendi fyrispurn til forseta með nokkrum spurningum sem Kári Stefánsson bar upp í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Þar spurði hann hverjar eignir forsetahjónanna væru og hvar þær væru geymdar. Þá spurði hann hvort þau ættu kröfur á föllnu bankanna og hvers vegna opinber gjöld af erlendum eignum hjónanna væru ekki greidd á Íslandi.

Frétt mbl.is: Ólafur geri grein fyrir eignum

Í stuttu svari segir að Dorrit sé breskur ríkisborgari með lögheimili í Bretlandi. Þar hafi hún og fjölskylda hennar búið og stundað atvinnu í áratugi. Hún greiði því skatta í Bretlandi.

Ættu að eiga saman lögheimili

Í grein sem Unnur Bachmann, lögfræðingur á skatta- og lögfræðisviði PwC, skrifaði á viðskiptasíðu mbl í fyrra, segir að hjón skuli samkvæmt lögheimilislögum eiga sama lögheimili.

Í framkvæmd sé þó að myndast hefð fyrir því að vikið sé frá þeirri kröfu þegar annað hjóna starfar erlendis. Hjónum sem búa og starfa sitt í hvoru landinu hafi fjölgað mjög á síðustu árum.

Í þjóðskrá eru Ólafur og Dorrit skráð sem „hjón ekki í samvistum“.

Dorrit flutti lögheimilið til Bretlands árið 2012. „Þegar horf­ur voru á að eig­inmaður minn yrði ekki leng­ur for­seti gerði ég ráðstaf­an­ir til að geta sinnt meira fyrri störf­um mín­um í London, einkum í ljósi þess að for­eldr­ar mín­ir, sem stjórnað hafa fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­inu, eru nú háaldraðir,“ sagði í yfirlýsingu frá Dorrit árið 2013 þegar fjölmiðlar spurðust fyrir um flutningana.

Skýra í samræmi við tekjuskattslög

Sagði hún að ákvæði lögheimilislaga bæri að skýra í samræmi við ákvæði tekjuskattslaga er fjallar um heimilisfesti hjóna. 

Í 63. gr. tekjuskattslaga segir að svo geti verið ástatt hjá hjón­um að ann­ar mak­inn sé skatt­skyld­ur ótak­markað vegna heim­il­is­festi hér á landi, þ.e. með lög­heim­ili, en hinn mak­inn með tak­markaða skatt­skyldu, þ.e. ekki með lög­heim­ili hér á landi vegna ákvæða samn­inga Íslands við önn­ur ríki eða af öðrum ástæðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka