Yfir 200 manns í skattskoðun eftir leka

Álagið á skattyfirvöldum hefur aukist á liðnu ári og eru …
Álagið á skattyfirvöldum hefur aukist á liðnu ári og eru fjölmörg mál til skoðunar. mbl.is/Styrmir Kári

Ríf­lega helm­ing­ur mál­anna sem voru keypt af er­lend­um huldu­manni í fyrra eru til skoðunar hjá skattyf­ir­völd­um. Gögn­in voru keypt á 37 millj­ón­ir króna. Rík­is­skatt­stjóri er að skoða mál 178 ein­stak­linga og skatt­rann­sókn­ar­stjóri er með 30 al­var­leg­ustu mál­in. Í heild­ina voru þau rúm­lega 400 tals­ins.

Skatt­rann­sókn­ar­stjóri fékk list­ann upp­haf­lega í hend­ur og tók frá þrjá­tíu al­var­leg­ustu mál­in. Rann­sókn á þeim lýk­ur mögu­lega ekki fyrr en á næsta ári. List­inn sem stjórn­völd keyptu er hluti af lek­an­um frá lög­manns­stof­unni Mossack Fon­seca sem um­fjöll­un­in um Panama-skjöl­in bygg­ir á. Eft­ir rann­sókn skatt­rann­sókn­ar­stjóra verður mál­un­um mögu­lega vísað til lög­reglu eða sér­staks sak­sókn­ara sem tek­ur ákvörðun um fram­haldið.

Fleiri mál gætu hins veg­ar endað aft­ur hjá skatt­rann­sókn­ar­stjóra.

Byggt á sam­an­b­urði við fram­töl

Rík­is­skatt­stjóri fékk rest­ina af gögn­un­um þegar mál­in þrjá­tíu höfðu verið tek­in frá. Alls um 370 mál. Fyrstu yf­ir­ferð er nú lokið og hafa mál 178 ein­stak­linga verið tek­in til sér­stakr­ar skoðunar. Þá eru níu­tíu mál til viðbót­ar sem varða bæði ein­stak­linga og fé­lög til skoðunar.

Að sögn Skúla Eggerts Þórðar­son­ar, rík­is­skatt­stjóra, voru 57 ein­stak­ling­ar á list­an­um annað hvort látn­ir eða flutt­ir úr landi. Ekki var tal­in ástæða til að skoða af­gang­inn neitt frek­ar á þess­um tíma­punkti.

Sam­kvæmt þessu eru mál­in sem til skoðunar eru alls um 298 tals­ins, að meðtöld­um þeim sem varða bæði ein­stak­linga og fé­lög.

Skúli seg­ist ekki getað út­skýrt ná­kvæm­lega hvernig úr­takið var valið en seg­ir það fyrst og fremst vera byggt á sam­an­b­urði við fram­töl. Hann seg­ir embættið eiga í sam­skipt­um við hlutaðeig­andi og vill ekki tjá sig um það frek­ar.

Óljóst hvert pen­ing­arn­ir fóru

Bryn­dís Kristjáns­dótt­ir, skatt­rann­sókn­ar­stjóri, sagði á dög­un­um í sam­tali við mbl að gögn­in sem hafa verið birt í fjöl­miðlum varði sömu mál og voru á aðkeypta list­an­um. Hins veg­ar virðist sem upp­lýs­ing­arn­ar í gögn­un­um sem blaðamanna­sam­tök­in ICIJ búa yfir séu ít­ar­legri. Vonaðist Bryn­dís til að geta nýtt þau gögn við eig­in rann­sókn.

Greiðsla fyr­ir gögn­in í fyrra­sum­ar fór fram með milli­færslu til þess að tryggja að farið yrði að regl­um um pen­ingaþvætti.

Ekki ligg­ur fyr­ir til hvaða lands milli­færsl­an var greidd eða til hvaða banka. Gögn­in voru sótt er­lend­is og af­hend þar með ra­f­ræn­um hætti.

Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri.
Skúli Eggert Þórðar­son, rík­is­skatt­stjóri. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
Bryndís Kristjánsdóttir, skattrannsóknastjóri.
Bryn­dís Kristjáns­dótt­ir, skatt­rann­sókna­stjóri. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK