Aflandsfélög kitluðu hégómagirndina

Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands.
Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. mbl.is/Styrmir

Orsakir mikilla aflandsumsvifa Íslendinga má rekja til ýmissa ástæðna. Óstöðugrar myntar, hámarksálagningar og fjármagnshafta sem skapa hvata til gjaldeyrismisferils og skattsvika. Þá hefur skattyfirlit verið veikt og undirmannað vegna pólitísks áhugaleysis.

Þetta kom fram í máli Þórólfs Matthíassonar, hagfræðings við Háskóla Íslands, á fundi um Panamaskjölin í dag. Fund­ur­inn var hald­inn á veg­um Alþjóðamála­stofn­un­ar, Stofn­un­ar stjórn­sýslu­fræða og stjórn­mála, Laga­stofn­un­ar og Siðfræðistofn­un­ar Há­skóla Íslands.

Þórólfur að stjórnvöld hafi verið meðvituð um skattvik almennings um fjölda ára en fyrsti Hæstaréttardómurinn í þessum málum hafi ekki fallið fyrr en árið 1970. „Áhuginn á að upplýsa þessi mál var frekar lítill og það er kannski ein af skýringunum fyrir því að Íslendingar eru svona fjölmennir í þessum skjölum.“

Bryndís Kristjánsdóttir, skattrannsóknarstjóri, var einnig með erindi og fjallaði um þann hluta Panamaskjalanna er snýr að hennar embætti.

Frétt mbl.is: Tekjurnar sjaldnast taldar fram

Íslendingar apa eftir öðrum

Erindi Þórólfs var undir heldur óvenjulegri yfirskrift og nefndist „Tvöfaldur Íri, hollensk samloka og pósthólf á Tortóla“. Hann benti á að gallað skattkerfi í Bandaríkjunum hefði búið til aflandseyjaiðnað. Hliðarafurð þess nýtist litlum víkingum.

Þórólfur sagðist hafa rætt við endurskoðanda sem benti á að Íslendingar hefðu í sumum tilvikum ekkert þurft þessi félög. Stofnun félaga í skattaskjólum gat hins vegar kitlað hégómagirndina. Þeir væru þar með komnir í sama hóp og aðrir auðkýfingar með erlendar eignir.

Með tvöfalda Íranum og hollensku samlokunni vísaði Þórólfur til þekktra fyrirtækjaflétta sem mörg stórfyrirtæki hafa nýtt sér. Má þar nefna Adobe, Facebook, General Electric, Google, IBM, Johnson & Johnson, Microsoft, Oracle, Pfizer, Starbucks, Yahoo o.fl. Talið er að bandakarísk stórfyrirtæki eigi um 2,1 billjón dollara í skattaskjólum en til að setja það í samhengi jafnast það á við landsframleiðslu Íslands í 100 ár.

Talið er að heildareignir í skjattaskjólum séu um átta prósent af heildareignum heimsins.

Sú staðreynd að fyrirtæki geti skráð sig sem skattþegnar á Írlandi, eða Bermúda, án þess að hafa aðra aðkomu að þessum löndum, sé lykill fléttunnar.

Hleypur enginn burt með fiskinn?

Til þess að vinna bug á vandamálinu sagði Þórólfur nauðsynlegt að efla skatteftirlit hér á landi og endurskoða tekjuskilgreiningar. 

Þá velti hann því upp hvort ekki mætti skattleggja óhreifanlega fjármagnsþætti harðar en fjármagnið. „Það er spurning hvort ekki mætti skattleggja náttúruauðlindir harðar vegna þess að það hleypur enginn burt með fiskinn,“ sagði Þórólfur.

Það var þéttsetið á fundi um Panamaskjölin í dag.
Það var þéttsetið á fundi um Panamaskjölin í dag. mbl.is/Styrmir
Bryndís Kristjánsdóttir, skattrannsóknarstjóri, var einnig með erindi á fundinum.
Bryndís Kristjánsdóttir, skattrannsóknarstjóri, var einnig með erindi á fundinum. mbl.is/Styrmir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka