Aflandsfélög kitluðu hégómagirndina

Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands.
Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. mbl.is/Styrmir

Or­sak­ir mik­illa af­l­ands­um­svifa Íslend­inga má rekja til ým­issa ástæðna. Óstöðugr­ar mynt­ar, há­marks­álagn­ing­ar og fjár­magns­hafta sem skapa hvata til gjald­eyr­ismis­fer­ils og skattsvika. Þá hef­ur skattyf­ir­lit verið veikt og und­ir­mannað vegna póli­tísks áhuga­leys­is.

Þetta kom fram í máli Þórólfs Matth­ías­son­ar, hag­fræðings við Há­skóla Íslands, á fundi um Pana­maskjöl­in í dag. Fund­ur­inn var hald­inn á veg­um Alþjóðamála­stofn­un­ar, Stofn­un­ar stjórn­sýslu­fræða og stjórn­mála, Laga­stofn­un­ar og Siðfræðistofn­un­ar Há­skóla Íslands.

Þórólf­ur að stjórn­völd hafi verið meðvituð um skatt­vik al­menn­ings um fjölda ára en fyrsti Hæsta­rétt­ar­dóm­ur­inn í þess­um mál­um hafi ekki fallið fyrr en árið 1970. „Áhug­inn á að upp­lýsa þessi mál var frek­ar lít­ill og það er kannski ein af skýr­ing­un­um fyr­ir því að Íslend­ing­ar eru svona fjöl­menn­ir í þess­um skjöl­um.“

Bryn­dís Kristjáns­dótt­ir, skatt­rann­sókn­ar­stjóri, var einnig með er­indi og fjallaði um þann hluta Pana­maskjal­anna er snýr að henn­ar embætti.

Frétt mbl.is: Tekj­urn­ar sjaldn­ast tald­ar fram

Íslend­ing­ar apa eft­ir öðrum

Er­indi Þórólfs var und­ir held­ur óvenju­legri yf­ir­skrift og nefnd­ist „Tvö­fald­ur Íri, hol­lensk sam­loka og póst­hólf á Tor­tóla“. Hann benti á að gallað skatt­kerfi í Banda­ríkj­un­um hefði búið til af­l­ands­eyjaiðnað. Hliðar­af­urð þess nýt­ist litl­um vík­ing­um.

Þórólf­ur sagðist hafa rætt við end­ur­skoðanda sem benti á að Íslend­ing­ar hefðu í sum­um til­vik­um ekk­ert þurft þessi fé­lög. Stofn­un fé­laga í skatta­skjól­um gat hins veg­ar kitlað hé­gómagirnd­ina. Þeir væru þar með komn­ir í sama hóp og aðrir auðkýf­ing­ar með er­lend­ar eign­ir.

Með tvö­falda Íran­um og hol­lensku sam­lok­unni vísaði Þórólf­ur til þekktra fyr­ir­tækjaflétta sem mörg stór­fyr­ir­tæki hafa nýtt sér. Má þar nefna Ado­be, Face­book, Gener­al Electric, Google, IBM, John­son & John­son, Microsoft, Oracle, Pfizer, Star­bucks, Ya­hoo o.fl. Talið er að bandaka­rísk stór­fyr­ir­tæki eigi um 2,1 bill­jón doll­ara í skatta­skjól­um en til að setja það í sam­hengi jafn­ast það á við lands­fram­leiðslu Íslands í 100 ár.

Talið er að heild­ar­eign­ir í skjatta­skjól­um séu um átta pró­sent af heild­ar­eign­um heims­ins.

Sú staðreynd að fyr­ir­tæki geti skráð sig sem skattþegn­ar á Írlandi, eða Bermúda, án þess að hafa aðra aðkomu að þess­um lönd­um, sé lyk­ill flétt­unn­ar.

Hleyp­ur eng­inn burt með fisk­inn?

Til þess að vinna bug á vanda­mál­inu sagði Þórólf­ur nauðsyn­legt að efla skatteft­ir­lit hér á landi og end­ur­skoða tekju­skil­grein­ing­ar. 

Þá velti hann því upp hvort ekki mætti skatt­leggja óhreif­an­lega fjár­magnsþætti harðar en fjár­magnið. „Það er spurn­ing hvort ekki mætti skatt­leggja nátt­úru­auðlind­ir harðar vegna þess að það hleyp­ur eng­inn burt með fisk­inn,“ sagði Þórólf­ur.

Það var þéttsetið á fundi um Panamaskjölin í dag.
Það var þétt­setið á fundi um Pana­maskjöl­in í dag. mbl.is/​Styrm­ir
Bryndís Kristjánsdóttir, skattrannsóknarstjóri, var einnig með erindi á fundinum.
Bryn­dís Kristjáns­dótt­ir, skatt­rann­sókn­ar­stjóri, var einnig með er­indi á fund­in­um. mbl.is/​Styrm­ir
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK