Lúxushótel á lokastigi

Svona mun hótelið líta út séð frá Smiðjustíg. Austan við …
Svona mun hótelið líta út séð frá Smiðjustíg. Austan við húsið sem er fyrir miðju verður torg þar sem boðið verður upp á veitingar. Tölvumynd/ARKÞing/Sigurður Hallgrímsson

Framkvæmdir eru langt komnar við Canopy Reykjavík – city center og er stefnt að opnun hótelsins um miðjan júní. Þar verða 112 herbergi.

Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair Hotels, segir um 130 manns vinna að framkvæmdinni á þessu stigi.

„Við áformum að opna hótelið um miðjan júní. Eins og gengur í svona framkvæmd er mikið eftir. Hver dagur á þessu stigi er drjúgur. Það eru margir að vinna við að láta þetta allt ganga saman. Það er verið að vinna á ólíkum stöðum í byggingunni. Við erum lengst komin með Smiðjustíginn og svo fylgja hin húsin á eftir.“

Margir vildu starfa á hótelinu

Magnea Þórey segir eftirspurn eftir störfum á hótelinu hafa verið meiri en framboðið. Ekki hafi þurft að leita út fyrir landsteinana að fólki.

„Það hefur gengið mjög vel að ráða fólk. Við erum búin að ráða í öll störf. Það munu um 60 manns starfa á hótelinu. Það var mikill áhugi á meðal Íslendinga og við gátum valið úr umsóknum.“

Spurð hvaða störf séu í boði segir Magnea Þórey að annars vegar sé um að ræða hótelstörf. Þá störf í bókun, gestamóttöku og þrifum. Hins vegar verði stór veitingastaður á hótelinu. Þangað hafi verið ráðnir þjónar, kokkar og vaktstjórar.

Nafnið á staðnum hefur ekki verið opinberað. Innangengt verður frá veitingastaðnum á Hverfisgötu og verður þaðan hægt að ganga inn á torg á Hljómalindarreitnum. Hann afmarkast af Hverfisgötu í norðri, Klapparstíg í austri, Laugavegi í norðri og Smiðjustíg í vestri. Magnea segir uppbygginguna á svæðinu mjög spennandi. „Markmiðið er að gæða þetta svæði lífi og borgaryfirvöld hafa mikinn metnað til að vinna með rekstraraðilum til að skapa iðandi mannlíf við torgið.“

Hverfisgatan mun taka lengri tíma

Magnea Þórey segir framkvæmdir við endurbætur á lögnum á Smiðjustíg hafa orðið til tafar.

„Það hefur aðeins tafið fyrir okkur að borgin stendur samhliða í götuframkvæmdum á Smiðjustíg. Það var jafnframt verið að bjóða út framkvæmdir á hluta Hverfisgötunnar. Það verður því ekki allt klárt þegar við opnum. Sá hluti sem snýr að Smiðjustígnum verður það þó. Hverfisgatan mun taka lengri tíma. Þá ætlum við okkur að vera komin eins langt með torgið á reitnum, það er að segja gamla Hjartagarðinn, og okkur framast er unnt,“ segir Magnea Þórey. Hún segir bókanir líta ágætlega út á nýja hótelinu. Icelandair-hótelin eru jafnframt að byggja 50 herbergja lúxushótel á Hafnarstræti og er stefnt að opnun þess 2017.

Setustofa með arni verður inni af gestamóttökunni á jarðhæð. Safn …
Setustofa með arni verður inni af gestamóttökunni á jarðhæð. Safn íslenskra ljóða á ýmsum tungumálum mun prýða veggina á hótelinu. Tölvumynd/Innanhússhönnun/Björgvin Snæbjörnsson/Apparat
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka