Steinunn nýr upplýsingafulltrúi Landsnets

Steinunn Þorsteinsdóttir.
Steinunn Þorsteinsdóttir.

Landsnet hefur ráðið Steinunni Þorsteinsdóttur í nýtt starf upplýsingafulltrúa fyrirtækisins og ber hún meðal annars ábyrgð á miðlun upplýsinga, skipulagningu viðburða og mótun stefnu Landsnets í samfélagsmiðlun.

Þetta kemur fram í tilkynningu.

„Það er spennandi áskorun að taka þátt í að móta upplýsinga- og samfélagsmiðlun Landsnets. Fram undan eru krefjandi og áhugaverð verkefni svo fyrirtækið geti haldið áfram að sinna því mikilvæga hlutverki að veita íslenskum heimilum og atvinnulífi tryggan aðgang að rafmagni í sátt við samfélagið og umhverfið,“ segir Steinunn í tilkynningu, en hún starfaði hjá Hafnarfjarðarbæ sem upplýsinga- og kynningarfulltrúi í þrettán ár. Hún hefur einnig unnið við ritstörf, blaðamennsku, bóka- og handritaskrif og ráðgjöf um vef- og samfélagsmiðla.

Steinunn er með BA próf í sagnfræði frá Háskóla Íslands auk þess sem hún hefur sótt fjölda námskeiða, m.a. hjá Endurmenntun Háskóla Íslands, tengd markaðsmálum, rafrænum samskiptum, samfélagsmiðlun, skapandi skrifum, viðburðarstjórnun og opinberri stjórnsýslu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK