Mjög alvarlegt ef spítalinn fór í fýlu

Ekki þarf lagabreytingu til að Landspítalinn geti tekið þátt í …
Ekki þarf lagabreytingu til að Landspítalinn geti tekið þátt í útboðum erlendra innkaupastofnana til að leitast við að lækka lyfjaverð. mbl.is/Ómar Óskarsson

Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, segir að ekki þurfi lagabreytingu til að Landspítalinn geti tekið þátt í útboðum erlendra innkaupastofnana til að leitast við að lækka lyfjaverð.

Á fundi FA um útboðsmál í morgun var rætt um þá tillögu nýs frumvarps til laga um opinber innkaup að afnumið verði svokallað samkeppnismat, taki ríkisstofnanir þátt í útboðum erlendra innkaupastofnana.

Samkvæmt núgildandi lögum verða stofnanir að gera úttekt á því hvort slíkt útboð hafi áhrif á innlenda samkeppni og skoða alla kostnaðarliði, til dæmis við utanumhald vörunnar, flutning, gæðaeftirlit, fræðslu, lagerhald, dreifingu, kvartanir, vöruskil, viðgerðir o.fl.

Landspítalinn hefur haldið því fram að þessi ákvæði komi í veg fyrir að spítalinn geti lækkað lyfjakostnað með þátttöku í erlendum útboðum.

Gæti kostað mikla peninga

Guðlaugur Þór benti á að fram hefði komið í máli forstjóra Ríkiskaupa að Landspítalinn hefði ekki látið reyna á heimild núgildandi laga til að taka þátt í útboðum erlendra innkaupastofnana að undangengnu samkeppnismati.

„Ég hlakka bara til að heyra hvort menn hafi ekki látið á þetta reyna. Ef menn hafa bara farið í fýlu og vilja þá ekki láta á það reyna hvort þetta gengur, gæti það kostað mikla peninga. Það er mjög alvarlegt ef Landspítalinn lét ekki á þetta reyna. Það er þá bara sérmál og kallar ekki á lagabreytingar,“ sagði Guðlaugur Þór.

Meira frá útboðsfundinum:

Frétt mbl.is: Vilja ekki kvarta en sjá um eftirlit

Frétt mbl.is: Al­var­leg staða í útboðsmá­l­um

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK