Bein útsending frá ársfundi Samáls

Járnblendið og álver Norðuráls á Grundartanga.
Járnblendið og álver Norðuráls á Grundartanga. mbl.is/Árni Sæberg

Ársfundur Samáls fer fram í Kaldalóni í Hörpu í dag klukkan 8:30 undir yfirskriftinni „Grunnstoð í efnahagslífinu“.

Meðal þeirra sem taka munu til máls á fundinum eru Magnús Þór Ásmundsson, stjórnarformaður Samáls, Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðarráðherra og Kelly Driscoll, sérfræðingur frá greiningarfyrirtækinu CRU.

Þá mun Guðrún Sævarsdóttir, forseti tækni- og verkfræðideildar HR, ávarpa samkomuna, sem og
Gunnar Tryggvason, verkefnastjóri hjá KPMG og Carlos Cruz, forstjóri Vífilfells.
 

„Fundinum lýkur 10:00 og verður þá boðið upp á kaffi og pönnukökur af íslenskum pönnum, ásamt forvitnilegri sýningu á fleiri hlutum úr smiðju Málmsteypunnar Hellu, en það fjölskyldufyrirtæki hefur um áratuga skeið framleitt hluti úr áli sem ýmist er endurunnið eða frumframleitt hér á landi,“ segir í tilkynningu skipuleggjenda.

Nánari útlistun á dagskrá og beina útsendingu frá viðburðinum má finna hér að neðan.

Dagskrá


8:00:  Morgunverður

8:30:  Ársfundur

  • Ál er mikilvægara en nokkru sinni fyrr 
    Magnús Þór Ásmundsson, stjórnarformaður Samáls
     
  • Ávarp  Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra
     
  • Energy Drives Aluminium into the Future
    Kelly Driscoll, sérfræðingur frá greiningarfyrirtækinu CRU
     
  • Efnisverkfræði á Íslandi – horft til framtíðar 
    Guðrún Sævarsdóttir, forseti tækni- og verkfræðideildar HR
     
  • Breytingar á evrópskum orkumarkaði – áhrif þeirra á samkeppnishæfni Íslands 
    Gunnar Tryggvason, verkefnastjóri hjá KPMG
     
  • Carbonated Drinks Love Aluminium 
    Carlos Cruz, forstjóri Vífilfells


 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK