Gjaldþrot vegna sólmyrkvagleraugna

Sólmyrkvagleraugun sem gefin voru á síðasta ári.
Sólmyrkvagleraugun sem gefin voru á síðasta ári.

Fé­laga­sam­tök­in Stjörnu­fræðivef­ur­inn voru úr­sk­urðuð gjaldþrota í lok apríl í Héraðsdómi Reykja­ness. Að sögn Sæv­ars Helga Braga­son­ar, eig­anda Stjörnu­fræðivefs­ins, má rekja málið til sól­myrkv­agler­augn­anna sem fé­lagið seldi og gaf í fyrra.

Gjaldþrota­skipt­in voru aug­lýst í Lög­birt­ing­ar­blaðinu fyr­ir helgi. Sæv­ar seg­ir vef­inn skulda um 450 þúsund krón­ur í virðis­auka­skatt og eru gjaldþrota­skipt­in til kom­in vegna þess. Hann seg­ir end­ur­skoðanda fé­lags­ins hafa átt að sjá um að skila virðis­auka­skatt­skýrslu og hélt hann að svo hefði verið gert en Sæv­ar hafði sjálf­ur beðið þess að fá rukk­un. Ætlar hann að hafa sam­band við end­ur­skoðanda til að reyna fá þetta leiðrétt.

Hann seg­ir að tekj­urn­ar af söl­unni á gler­aug­un­um hafi ekki dugað til að greiða all­an kostnað og bæt­ir við að fé­lagið sé eigna­laust. Mun Sæv­ar því sjálf­ur þurfa að greiða um­rædd­ar 450 þúsund krón­ur sem út af standa vegna gler­augna­æv­in­týr­is­ins.

Alls út­vegaði Stjörnu­fræðivef­ur­inn 72 þúsund sól­myrkv­agler­augu fyr­ir sól­myrkv­ann í mars á síðasta ári. Voru um 54 þúsund gler­augu gef­in til grunn­skóla­barna og var af­gang­ur­inn seld­ur til al­menn­ings og fyr­ir­tækja í ferðaþjón­ustu á fimm hundruð krón­ur stykkið.

Sólmyrkvi í hámarki í Reykjavík föstudaginn 20. mars 2015
Sól­myrkvi í há­marki í Reykja­vík föstu­dag­inn 20. mars 2015 mbl.is/​Eggert
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK