Fagnar því að frumvarpið sé komið fram

Katrín Jakobsdóttir.
Katrín Jakobsdóttir. mbl.is/Styrmir Kári

„Mér sýnist í þessu frumvarpi vera margt af því sem tengist þeirri gagnrýni sem við höfum verið með til umræðu á þinginu og fagna því að þetta sé komið fram,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, um frumvarp fjármálaráðherra gegn skattsvikum í lágskattaríkjum

Sjá frétt mbl.is: Frumvarp gegn skattsvikum í lágskattaríkjum

„Þarna inni eru heimildir til að endurákvarða skatt og fjallað er um upplýsingaskyldu ráðgjafa sem hafa verið að ráðleggja fólki að fara í þessi lágskattaríki,“ segir Katrín.

Hún segist eiga eftir að fara betur yfir frumvarpið en að þar sé að finna ýmsar mikilvægar breytingar. „Þarna eru heimildir fyrir innheimtumenn ríkissjóðs, ríkisskattstjóra, skattrannsóknarstjóra og tollstjóra, og takmörkun lögð við nýtingu rekstrartaps félaga í lágskattaríkjum. Þetta eru allt hlutir sem við höfum rætt. Við eigum eftir að fara betur yfir þetta og þetta er ekki enn komið í fyrstu umræðu á þinginu en þarna er ýmislegt sem þegar hefur verið til umræðu á þinginu.“

Sjá frétt mbl.is: Þessi eru í hópnum gegn skattsvikum

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka