Gætu fengið aðgang að bankareikningum

Í athugasemdum við frumvarp um skattaundanskot sem lagt var fram …
Í athugasemdum við frumvarp um skattaundanskot sem lagt var fram í gær er bent á að erlend innheimtuyfirvöld geti krafið viðskiptabanka um að millifæra peninga af bankareikningi skuldara. Lagt er til að yfirvöld fái aðgang að skattframtölum við innheimtuaðgerðir. AFP

Yf­ir­völd gætu fengið upp­lýs­ing­ar um stöðu á banka­reikn­ing­um gjald­enda við inn­heimtuaðgerðir verði nýtt frum­varp fjár­málaráðherra um skattaund­an­skot að lög­um. Bent er á að er­lend inn­heimtu­yf­ir­völd geti krafið viðskipta­banka um að milli­færa pen­inga af banka­reikn­ingi skuld­ara.

Þetta er meðal þeirra breyt­inga er lagðar eru til í frum­varpi til breyt­inga á skatta­lög­um sem lagt var fram í gær en það var unnið sam­kvæmt til­lög­um sér­fræðinga á borð við rík­is­skatt­stjóra, skatt­rann­sókn­ar­stjóra og toll­stjóra. Meg­in­til­gang­ur breyt­ing­anna er að draga fé­lög ís­lenskra skattaðila í lág­skatta­ríkj­um heim.

Sam­kvæmt nú­gild­andi lög­um hafa inn­heimtu­menn rík­is­sjóðs aðeins aðgang að fast­eigna-, skipa- og öku­tækja­skrá hér­lend­is. 

Árang­urs­laust þrátt fyr­ir pen­inga­eign

Þekkt eru dæmi um að skatt­skuld­ar­ar eigi eng­ar skráðar fast­eign­ir eða bif­reiðar sem hægt er að fulln­usta til greiðslu á skatt­skuld. Um­tals­verðir fjár­mun­ir geta hins veg­ar legið á banka­reikn­ing­um og í verðbréfa­eign­um. 

Þegar staðan er þannig hef­ur inn­heimtuaðgerðum gjarn­an lokið án þess að skatt­krafa greiðist. Þess vegna er lagt til að yf­ir­völd fái einnig aðgang að skatt­fram­töl­um skuld­ara.

Í at­huga­semd­um við frum­varpið er bent á að heim­ild­ir inn­heimtu­manna í ná­granna­lönd­um Íslands til upp­lýs­inga­öfl­un­ar séu mun rýmri en hér á landi. Er­lend skattyf­ir­völd geti m.a. fengið upp­lýs­ing­ar um all­ar pen­inga­leg­ar eign­ir í bönk­um og jafn­vel, að upp­fyllt­um ákveðnum skil­yrðum, krafið viðskipta­banka um að milli­færa af banka­reikn­ingi skuld­ar­ans fjár­hæð sem nem­ur skatt­skuld hans við rík­is­sjóð.

Áhrif Panamaskjalanna hér á landi eru veruleg og hefur nú …
Áhrif Pana­maskjal­anna hér á landi eru veru­leg og hef­ur nú verið lagt fram frum­varp er á að þrengja að af­l­ands­fé­lög­um. AFP

Geta tekið upp 10 ára göm­ul mál

Verði frum­varpið að lög­um ættu skattyf­ir­völd einnig að geta haldið mál­um er varða af­l­and­seign­ir leng­ur á lofti. Lagt er til að heim­ild til endurákvörðunar verði lengd úr sex árum í tíu ár vegna tekna og eigna í lág­skatta­ríkj­um. Fyrn­ing­ar­tími í saka­mál­um myndi einnig lengj­ast og lagt er til að sök vegna skattsvika í gegn­um lág­skatta­ríki fyrn­ist á tíu árum en ekki sex árum.

„Það hef­ur sýnt sig að liðið geta ára­tug­ir þar til upp­götv­ast eign­ir sem komið var und­an skatt­lagn­ingu, svo sem í gegn­um lág­skatta­ríki,“ seg­ir í frum­varp­inu en þetta var ein­mitt til­fellið í sum­um þeirra mála er komu fram í aðkeyptu skatta­gögn­un­um sem skatt­rann­sókn­ar­stjóri fékk í fyrra. Það voru sömu mál og eru í Pana­maskjöl­un­um.

„Að baki slíku und­an­skoti liggja aðstæður sem ekki eru sam­bæri­leg­ar þeim aðstæðum sem al­menn­ir skattaðilar standa frammi fyr­ir, svo sem vegna skatteft­ir­lits. Þykir því ekki óeðli­legt að skattyf­ir­völd­um sé veitt­ur rýmri tími til að rekja mál sem þessi auk þess sem mögu­leik­inn til að endurákv­arða skatt eykst,“ seg­ir í at­huga­semd­um.

Þrengja að af­l­ands­fé­lög­um

Frum­varp­inu er ætlað að þrengja að þeim kost­um og leiðum sem viðgang­ast eða standa til boða við skattaund­an­skot. Í því skyni er lagt til að skorður verði sett­ar við nýt­ingu rekstr­artaps fé­laga í lág­skatta­ríkj­um. Með því er all­ur vafi tek­inn af um að óheim­ilt er að nýta eft­ir­stöðvar rekstr­artaps nema fé­lag hafi stundað raun­veru­lega at­vinnu­starf­semi og skattaðili geti lagt fram full­nægj­andi gögn er liggi til grund­vall­ar tapi og yf­ir­færslu þess.

Í sama skyni er lögð til tak­mörk­un á yf­ir­færslu ein­stak­lings­rekstr­ar yfir landa­mæri í einka­hluta­fé­lag í lág­skatta­ríki. Það ætti ein­ung­is að verða heim­ilt þar sem skatt­lagn­ing á tekj­ur, að teknu til­liti til frá­drátt­arliða, er sam­bæri­leg og hér á landi. Einnig þarf að sýna fram á að um raun­veru­lega at­vinnu­starf­semi sé um að ræða í fé­lag­inu.

Heim­ild­in tek­ur þar með ekki til al­mennt skil­greindra af­l­ands­fé­laga. 

Bjarni Benediktsson lagði frumvarpið fram í gær.
Bjarni Bene­dikts­son lagði frum­varpið fram í gær. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Auk­in upp­lýs­inga­skylda um af­l­ands­fé­lög

Til þess að tryggja skil­virkni er lagt til að upp­lýs­inga­skylda fjár­mála­stofn­ana og lög­manna verði end­ur­skoðuð. Í dag er fjár­mála­fyr­ir­tækj­um, end­ur­skoðend­um, lög­mönn­um og öðrum aðilum sem veita alþjóðlega skattaráðgjöf og þjón­ustu vegna er­lendra sam­skipta skylt að halda skrá yfir þá viðskipta­vini sína sem þiggja slíka ráðgjöf og þjón­ustu.

Með skránni á að vera hægt að auðkenna skattaðila og geta yf­ir­völd hvenær sem er óskað eft­ir aðgangi að skránni.

Í frum­varp­inu er lagt til að auk þess sem ráðgjaf­ar- og þjón­ustuaðilum sé skylt að láta skattyf­ir­völd­um í té um­rædda skrá skuli þeir einnig láta þeim í té all­ar upp­lýs­ing­ar um starf­semi og eign­ir sem þeim má vera kunn­ugt um.

Þá er einnig lagt til að við verði bætt ákvæði þar sem kveðið er á um að í þeim til­vik­um þegar um er að ræða fé­lag, sjóð eða stofn­un sem telst heim­il­is­fast í lág­skatta­ríki skulu ráðgjaf­ar- og þjón­ustuaðilar óum­beðnir láta skattyf­ir­völd­um í té um­rædda skrá ásamt öll­um upp­lýs­ing­um um starf­semi og eign­ir sem þeim má vera kunn­ugt um.

Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri er meðal þeirra er eiga sæti …
Skúli Eggert Þórðar­son rík­is­skatt­stjóri er meðal þeirra er eiga sæti í hópn­um er á að vinna að frek­ari breyt­inga­til­lög­um. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Frek­ari breyt­ing­ar vænt­an­leg­ar

Líkt og fram hef­ur komið er þetta meðal þeirra breyt­inga sem tald­ar voru brýn­ast­ar en unnið verður að frek­ari um­bót­um.

Sér­stak­ur starfs­hóp­ur mun vinna að frek­ari til­lög­um sem eiga að mynda aðgerðaáætl­un ís­lenskra stjórn­valda gegn skattaund­an­skot­um og nýt­ingu skatta­skjóla al­mennt. Má þar nefna BEPS-verk­efnið (Base Erosi­on and Profit Shift­ing), regl­ur um þunna eig­in­fjár­mögn­un og tak­mörk­un á frá­drætti vegna arðs frá fé­lög­um í lág­skatta­ríki. 

Þunn fjár­mögn­un er þegar fyr­ir­tæki er fjár­magnað að mestu eða öllu leyti með láns­fé líkt og rætt hef­ur verið um í sam­bandi við starf­semi Alcoa hér á landi.

Frétt mbl.is: Ekk­ert hægt að gera við Alcoa

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK