Þessi eru í hópnum gegn skattsvikum

Bryndís Kristjánsdóttir, skattrannsóknarstjóri, á sæti í hópnum.
Bryndís Kristjánsdóttir, skattrannsóknarstjóri, á sæti í hópnum. mbl.is/Rósa Braga

Í nýjum starfshópi er á að vinna gegn skattaundanskotum og nýtingu skattaskjóla sitja meðal annars ríkisskattstjóri, skattrannsóknarstjóri og tollstjóri.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, skipaði starfshópinn sem á að gera tillögur að breytingum á lögum, reglugerðum og verklagsreglum sem saman munu mynda frekari aðgerðaáætlun íslenskra stjórnvalda gegn skattaundanskotum og nýtingu skattaskjóla almennt. Má þar nefna BEPS-verkefnið svokallaða (e. Base Erosion and Profit Shifting), reglur um þunna eiginfjármögnun og takmörkun á frádrætti vegna arðs frá félögum í lágskattaríki.

Greint var frá starfshópnum í gær þegar frumvarp til laga um aðgerðir stjórnvalda til að sporna við skattsvikum vegna eignarhalds í lágskattaríkjum var einnig lagt fram.

Í nýlegu samtali við mbl.is sagði Bjarni að frumvarpið fæli í sér breyt­ing­ar sem hann teldi rétt að ráðast í án frek­ari tafa. Hópurinn ætti hins vegar að horfa enn víðar yfir sviðið og skila af sér frek­ari ráðgjöf varðandi efnið. Hóp­ur­inn á að skila skýrslu um til­lög­ur fyr­ir lok júní.

Í hópnum eru:

  • Maríanna Jónasdóttir, skrifstofustjóri í fjármála- og efnahagsráðuneyti, formaður hópsins
  • Ingibjörg Helga Helgadóttir, lögfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneyti
  • Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri
  • Guðrún Jenný Jónsdóttir, lögfræðingur hjá ríkisskattstjóra
  • Bryndís Kristjánsdóttir, skattrannsóknarstjóri
  • Sigurður H. Ingimarsson, viðskiptafræðingur hjá skattrannsóknarstjóra
  • Snorri Olsen, tollstjóri
  • Jóhanna Guðbrandsdóttir, lögfræðingur hjá tollstjóra
  • Hafdís Ólafsdóttir, lögfræðingur í forsætisráðuneyti

Grunnurinn að vinnu starfshópsins er tillögur frá embætti ríkisskattstjóra, skattrannsóknarstjóra og tollstjóra sem svar við beiðni ráðuneytisins um mat á þörf fyrir frekari úrræði þeim til handa til að bregðast við þeim aðstæðum sem nú eru uppi.

Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri er í hópnum.
Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri er í hópnum. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka