Samorka gagnrýnir skýrslu Christensen

Lars Christensen hagfræðingur hefur skrifað skýrslu um íslenska raforkumarkaðinn.
Lars Christensen hagfræðingur hefur skrifað skýrslu um íslenska raforkumarkaðinn. mbl.is/Ómar Óskarsson

Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja á Íslandi, gagnrýnir skýrslu hagfræðingsins Lars Christensen um íslenska raforkumarkaðinn. Samtökin segja stuðning við töluleg gögn vanta.

„Skýrsla Lars Christensen um íslenska orkumarkaðinn fjallar á fræðilegan hátt um möguleikann á óeðlilegri þróun raforkukostnaðar hérlendis. Þá varpar höfundur fram hugmyndum í formi ályktana, en þær styðjast ekki við töluleg gögn um raforkuverð.“ segir í tilkynningu frá Samorku en fjallað var um skýrsluna á fundi Samtaka iðnaðarins í dag.

„Samorka hefur nýlega vakið athygli á nýjum evrópskum samanburðargögnum sem sýna að raforkukostnaður hérlendis er sá lægsti í allri Vestur-Evrópu. Að mati Samorku er afar langsótt að draga miklar ályktanir um íslenskan raforkumarkað út frá slíkri nálgun, sem ekki styðst við nein töluleg gögn um markaðinn hérlendis,“ segir Samorka.

Samorka segir verðið vera mjög samkeppnishæft hérlendis, þrátt fyrir að hér hafi eftirspurnin um talsverða hríð verið umfram framboð og allar horfur séu á að svo verði hér áfram.

Samtökin segja þar að auki að að skýrsla Christensens geri enga tilraun til að meta hvort og þá hversu mikið raforkuverð hérlendis sé umfram kostnaðarverð og að ekkert sé fjallað um raforkuöryggi sem sé stærsta viðfangsefni íslensks raforkumarkaðar og raunar eitt stærsta viðfangsefni stjórnvalda víða í Evrópu.

Frétt mbl.is: Landsvirkjun verði skipt upp

Christensen legg­ur til að Lands­virkj­un, í breyttri og smækkaðri mynd, …
Christensen legg­ur til að Lands­virkj­un, í breyttri og smækkaðri mynd, verði seld til einkaaðila. Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK