Startup Reykjavík-viðskiptahraðallinn fer fram í fimmta skipti í sumar. Um 250 teymi sóttu um að taka þátt og hafa 10 teymi verið valin. Teymin tíu eru eftirfarandi:
Platome
Framleiðir næringu fyrir stofnfrumur til að flýta fyrir þróun á stofnfrumumeðferðum.
Convex
Litríkur og fjölskylduvænn ævintýraleikur.
Strivo
Veitir þjálfurum/einkaþjálfurum tækifæri til að selja þjónustu sína á nýju og áhugaverðu sniði.
Lava Show
Mögnuð sýning þar sem alvöru bráðið hraun rennur inn í sýningarsal og yfir ís með tilheyrandi sjónarspili.
Hringborð
App sem er vettvangur fyrir stúdenta til að deila glósum og námsefni sín á milli.
Isold Film
Lána- og fjárfestingarsjóður fyrir kvikmynda og sjónvarpsgerð.
Drexler
Tónlistardrifinn fjölnotendahlutverkatölvuleikur.
FLOW
Býður upp á aðgengilegt efni tengt hugleiðslu og vellíðan.
TotalHost
Gerir Airbnb-leigusölum kleift að fá greidda söluþóknun fyrir bókaðar ferðir innanlands.
Moon Chocolate
Framleiðir hágæðasúkkulaði sem er búið til frá grunni.
Með þátttöku í Startup Reykjavík fá félögin aðstöðu í 10 vikur sem þau deila með hinum teymunum sem taka þátt. Einnig njóta þau leiðsagnar fjölda reyndra leiðbeinanda sem deila sinni þekkingu og reynslu. Að auki fjárfestir Arion banki í félögunum sem taka þátt í Startup Reykjavík fyrir 2,4 milljónir króna gegn 6% eignarhlut.
Startup Reykjavík fór fyrst fram árið 2012 og hafa árlega 10 félög tekið þátt og þróað sínar viðskiptahugmyndir. Startup Reykjavík var valinn besti viðskipahraðall Norðurlanda árið 2015 og besti viðskiptahraðallinn á Íslandi árin 2015 og 2016. Alls hafa 40 félög farið í gegnum Startup Reykjavík -iðskiptahraðalinn.