Hlutabréf byssuframleiðenda snarhækka

Fjölmargir um heim allan hafa komið saman og vottað þeim …
Fjölmargir um heim allan hafa komið saman og vottað þeim virðingu sína sem létu lífið í skotárásinni í Orlando um helgina. AFP

Hlutabréf í bandarískum byssuframleiðendum snarhækkuðu í verði í gær, daginn eftir mannskæðustu skotárás í sögu Bandaríkjanna, þar sem 49 manns voru skotnir til bana.

Bréf í Smith & Wesson hækkuðu um 6,9% í verði og þá snarhækkuðu bréf keppinautsins Sturm, Ruger and Company um allt að 8,5% í viðskiptum gærdagsins.

Í frétt breska ríkisútvarpsins er bent á að hlutabréf bandarískra byssuframleiðenda hækki yfirleitt í kjölfar mannskæðra skotárása.

Fjárfestar spá því að byssueigendur óttist að bandarísk yfirvöld muni herða byssulöggjöfina í kjölfar hryðjuverkanna og því muni sala á byssum aukast á næstu vikum.

Sala á byssum jókst á fyrstu mánuðum ársins eftir að Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti um aðgerðir sem er ætlað að draga úr aðgengi almennings að skotvopnum.

Omar Mateen var vopnaður AR-15-árásarriffli, Glock-skammbyssu og sprengiefni þegar hann hóf skothríð inni á skemmtistaðnum Pulse í Orlando í Flórída á sunnudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka