Isavia á að afhenda Kaffitári gögnin

Aðalheiður Héðinsdóttir, eigandi Kaffi- társ.
Aðalheiður Héðinsdóttir, eigandi Kaffi- társ. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál þess efnis að Isavia beri að afhenda Kaffitári gögn varðandi samkeppni á verslunarrými í Leifsstöð.

Í tilkynningu frá Isavia segir að úrskurðurinn verði kærður til Hæstaréttar. Í tilkynningu segir að Isavia hafi ekki talið rétt að birta viðkvæm viðskiptagögn fyrirtækja sem tóku þátt í forvalinu án dómsúrskurðar. Segir að upplýsingarnar sem þátttakendur hafi veitt séu alls eðlisólíkar og mun ítarlegri en þær upplýsingar sem bjóðendur í hefðbundnum opinberum útboðum veita.

Þetta er sjöundi dómurinn eða úrskurðinn sem fellur í þessu máli og varðar umrædd gögn. Öllum kröfum eða málatilbúnaði Isavia hefur verið hafnað.

Á heimasíðu Kaffitárs má finna reifun á fyrri niðurstöðum.

Kaffitár missti verslunarrými sitt í Leifsstöð eftir tíu ára rekstur í flugstöðinni þegar skipulagi vallarins var breytt. Síðan hefur fyrirtækið barist fyrir því að fá birtar röksemdir fyrir ákvörðuninni. Í samtali við Morgunblaðið í febrúar sagði Aðalheiður Héðinsdóttir, forstjóri Kaffitárs, að um prinsippmál væri að ræða.

„Bara prinsipps­ins vegna vilj­um við vita af hverju og rök úrsk­urðar­nefndar upp­lýs­inga­mála eru ein­mitt þau að okk­ur sé nauðsyn­legt að sjá önn­ur gögn og sam­an­b­urðinn til að hægt sé að átta sig á rök­semd­um Isa­via fyr­ir ákvörðun­inni,“ sagði Aðal­heiður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK