Saksóknari hefur staðfest að verið sé að rannsaka fyrrverandi forstjóra og stjórnarmann Volkswagen fyrir meinta markaðsmisnotkun í kjölfar útblástursmálsins.
Martin Winterkorn lét af störfum í september sl. eftir að upp komst að fyrirtækið hefur svindlað á útblástursprófunum árum saman. Á þeim tíma sagðist hann ekki vera meðvitaður um að hann hefði sjálfur gerst brotlegur í starfi með neinum hætti. Sagði hann ákvörðun um uppsögn tekna með hagsmuni fyrirtækisins að leiðarljósi.
Að sögn saksóknara í Braunschweig hefur embættið sannanir fyrir að Volkswagen hafi látið hjá líða að láta fjárfesta vita af mögulegu fjárhagslegu tjóni vegna málsins á tilsettum tíma.
Fyrirtækið sendi tilkynningu til fjárfesta 22. september sl.
Saksóknari hefur nefnt Winterkorn en stjórnarformaðurinn fyrrverandi sem einnig er til rannsóknar hefur ekki verið nefndur.