Hækkanir við nýjustu Brexit-fréttir

Allar helstu hlutabréfavísitölur hækkuðu í morgun.
Allar helstu hlutabréfavísitölur hækkuðu í morgun. AFP

Helstu hlutabréfavísitölur tóku stökk upp á við í morgun og sumar hverjar hafa ekki hækkað jafnmikið í þrjá mánuði. Útskýringin er að stuðningur við Brexit hefur dalað samkvæmt skoðanakönnunum og mælist nú 3% munur á þeim sem vilja halda Bretum innan ESB.

IFS-greining bendir á að við þessar fréttir hafi verð á japanska jeninu, gulli og bandarískum ríkisskuldabréfum lækkað en það eru alla jafna taldar öruggar, eða svokallaðar „safe haven“-eignir.

Pundið styrktist einnig skyndilega í morgun og náði sér aftur á strik eftir veikingu síðustu vikna. Eru fyrrnefndar skoðanakannanir að hafa áhrif þar á en kannanir síðustu vikna sem bentu til meiri stuðnings við Brexit höfðu einmitt öfug áhrif.

Frétt BBC.

Íslenska úrvalsvísitalan hefur hækkað um rúmt prósentustig það sem af er degi og er hækkunin mest hjá Icelandair Group og nemur um 1,4 prósentustigum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK