Hafa skilað skattaskjólstillögum

Bryn­dís Kristjáns­dótt­ir, skatt­rann­sókn­ar­stjóri, á sæti í hópn­um.
Bryn­dís Kristjáns­dótt­ir, skatt­rann­sókn­ar­stjóri, á sæti í hópn­um. mbl.is/Árni Sæberg

Starfshópur er skila átti tillögum að aðgerðaáætl­un ís­lenskra stjórn­valda gegn skattaund­an­skot­um og nýt­ingu skatta­skjóla hefur afhent Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra tillögur sínar og er hann að fara yfir þær.

Tillögurnar áttu að fela í sér mögulegar breytingar á lög­um, reglu­gerðum eða verklags­regl­um sem sam­an eiga að mynda fyrrnefnda aðgerðaáætl­un­. Má þar nefna BEPS-verk­efnið svo­kallaða (e. Base Erosi­on and Profit Shift­ing), regl­ur um þunna eig­in­fjár­mögn­un og tak­mörk­un á frá­drætti vegna arðs frá fé­lög­um í lág­skatta­ríki.

Greint var frá starfs­hópn­um í lok maí þegar frum­varp til laga um aðgerðir stjórn­valda til að sporna við skattsvik­um vegna eign­ar­halds í lág­skatta­ríkj­um var einnig lagt fram.

Í hópn­um eru:

  • Marí­anna Jón­as­dótt­ir, skrif­stofu­stjóri í fjár­mála- og efna­hags­ráðuneyti, formaður hóps­ins
  • Ingi­björg Helga Helga­dótt­ir, lög­fræðing­ur í fjár­mála- og efna­hags­ráðuneyti
  • Skúli Eggert Þórðar­son, rík­is­skatt­stjóri
  • Guðrún Jenný Jóns­dótt­ir, lög­fræðing­ur hjá rík­is­skatt­stjóra
  • Bryn­dís Kristjáns­dótt­ir, skatt­rann­sókn­ar­stjóri
  • Sig­urður H. Ingimars­son, viðskipta­fræðing­ur hjá skatt­rann­sókn­ar­stjóra
  • Snorri Ol­sen, toll­stjóri
  • Jó­hanna Guðbrands­dótt­ir, lög­fræðing­ur hjá toll­stjóra
  • Haf­dís Ólafs­dótt­ir, lög­fræðing­ur í for­sæt­is­ráðuneyti

Grunn­ur­inn að vinnu starfs­hóps­ins voru til­lög­ur frá embætti rík­is­skatt­stjóra, skatt­rann­sókn­ar­stjóra og toll­stjóra.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, er að fara yfir tillögurnar.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, er að fara yfir tillögurnar. Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka