Starfshópur er skila átti tillögum að aðgerðaáætlun íslenskra stjórnvalda gegn skattaundanskotum og nýtingu skattaskjóla hefur afhent Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra tillögur sínar og er hann að fara yfir þær.
Tillögurnar áttu að fela í sér mögulegar breytingar á lögum, reglugerðum eða verklagsreglum sem saman eiga að mynda fyrrnefnda aðgerðaáætlun. Má þar nefna BEPS-verkefnið svokallaða (e. Base Erosion and Profit Shifting), reglur um þunna eiginfjármögnun og takmörkun á frádrætti vegna arðs frá félögum í lágskattaríki.
Greint var frá starfshópnum í lok maí þegar frumvarp til laga um aðgerðir stjórnvalda til að sporna við skattsvikum vegna eignarhalds í lágskattaríkjum var einnig lagt fram.
Í hópnum eru:
Grunnurinn að vinnu starfshópsins voru tillögur frá embætti ríkisskattstjóra, skattrannsóknarstjóra og tollstjóra.