Bergur á Hoffelli tekjuhæstur sjómanna

Hoffell SU er skip í flota Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði.
Hoffell SU er skip í flota Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði. Albert Kemp

Bergur Einarsson, skipstjóri á Hoffelli SU, er tekjuhæstur meðal sjómanna og útgerðamanna sam­kvæmt tekju­blaði Frjálsr­ar versl­un­ar sem kom út í morg­un. Laun hans námu í fyrra 4,6 milljónum á mánuði, en í fyrra var hann í öðru sæti listans með tæplega 3,9 milljónir. Í öðru sæti er Guðlaugur Jónsson, skipstjóri á Ingunni AK, með tæplega 4,6 milljónir í tekjur á mánuði.

Albert Sveinsson, skipstjóri á Faxa RE, er í þriðja sæti listans með tæplega 4,4 milljónir á mánuði og Kristinn Grétar Rögnvarsson, skipstjóri á Jóni Kjartans SU 111, er í fjórða sæti með rúmlega 4,3 milljónir í mánaðartekjur. Fimmti á lista er Daði Þorsteinsson, skipstjóri á Aðalsteini Jónssyni, með 4,1 milljón á mánuði.

Í blaðinu er birt­ur listi yfir tekj­ur rúm­lega 3.725 Íslend­inga. Könn­un­in bygg­ist á álögðu út­svari eins og það birt­ist í álagn­ing­ar­skrám. Frjáls versl­un árétt­ar að í ein­hverj­um til­vik­um kann að vera að skatt­stjóri hafi áætlað tekj­ur.

Í tekju­blaði Frjálsr­ar versl­un­ar er tekið fram að um út­vars­skyld­ar tekj­ur á ár­inu 2015 sé að ræða og þurfa þær ekki að end­ur­spegla föst laun viðkom­andi. „Mun­ur­inn get­ur fal­ist í laun­um fyr­ir setu í nefnd­um og önn­ur auka­störf og hlunn­indi vegna kauprétt­ar­samn­inga. Jafn­framt hafa marg­ir tekið út sér­eign­ar­sparnað en hann telst með í út­svars­skyld­um tekj­um,“ seg­ir í blaðinu.

Magnús Ómar Sigurðsson, skipstjóri í Fjarðarbyggð, sem var efstur í fyrra með 4,1 milljón á mánuði er nú í 11. sæti með 3,6 milljón á mánuði. 

Tekjur efstu manna á listanum hækka nokkuð milli ára og eru meðaltekjur efstu 20 á listanum yfir sjómenn og útgerðarmenn 3,77 milljónir í ár, samanborið við 3,17 milljónir í fyrra. Í ár fara sjö menn á listanum yfir 4 milljónir í mánaðartekjur, en í fyrra var það aðeins einn sem náði því marki.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka