Bergur á Hoffelli tekjuhæstur sjómanna

Hoffell SU er skip í flota Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði.
Hoffell SU er skip í flota Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði. Albert Kemp

Bergur Einarsson, skipstjóri á Hoffelli SU, er tekjuhæstur meðal sjómanna og útgerðamanna sam­kvæmt tekju­blaði Frjálsr­ar versl­un­ar sem kom út í morg­un. Laun hans námu í fyrra 4,6 milljónum á mánuði, en í fyrra var hann í öðru sæti listans með tæplega 3,9 milljónir. Í öðru sæti er Guðlaugur Jónsson, skipstjóri á Ingunni AK, með tæplega 4,6 milljónir í tekjur á mánuði.

Albert Sveinsson, skipstjóri á Faxa RE, er í þriðja sæti listans með tæplega 4,4 milljónir á mánuði og Kristinn Grétar Rögnvarsson, skipstjóri á Jóni Kjartans SU 111, er í fjórða sæti með rúmlega 4,3 milljónir í mánaðartekjur. Fimmti á lista er Daði Þorsteinsson, skipstjóri á Aðalsteini Jónssyni, með 4,1 milljón á mánuði.

Í blaðinu er birt­ur listi yfir tekj­ur rúm­lega 3.725 Íslend­inga. Könn­un­in bygg­ist á álögðu út­svari eins og það birt­ist í álagn­ing­ar­skrám. Frjáls versl­un árétt­ar að í ein­hverj­um til­vik­um kann að vera að skatt­stjóri hafi áætlað tekj­ur.

Í tekju­blaði Frjálsr­ar versl­un­ar er tekið fram að um út­vars­skyld­ar tekj­ur á ár­inu 2015 sé að ræða og þurfa þær ekki að end­ur­spegla föst laun viðkom­andi. „Mun­ur­inn get­ur fal­ist í laun­um fyr­ir setu í nefnd­um og önn­ur auka­störf og hlunn­indi vegna kauprétt­ar­samn­inga. Jafn­framt hafa marg­ir tekið út sér­eign­ar­sparnað en hann telst með í út­svars­skyld­um tekj­um,“ seg­ir í blaðinu.

Magnús Ómar Sigurðsson, skipstjóri í Fjarðarbyggð, sem var efstur í fyrra með 4,1 milljón á mánuði er nú í 11. sæti með 3,6 milljón á mánuði. 

Tekjur efstu manna á listanum hækka nokkuð milli ára og eru meðaltekjur efstu 20 á listanum yfir sjómenn og útgerðarmenn 3,77 milljónir í ár, samanborið við 3,17 milljónir í fyrra. Í ár fara sjö menn á listanum yfir 4 milljónir í mánaðartekjur, en í fyrra var það aðeins einn sem náði því marki.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK