Davíð með hæstu laun fjölmiðlafólks

Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins.
Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins. mbl.is/Árni Sæberg

Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, er tekjuhæstur í flokki fjölmiðlafólks með 3,6 milljónir í tekjur á mánuði. Haraldur Johannessen, framkvæmdastjóri og ritstjóri Morgunblaðsins, er í öðru sæti með 2,4 milljónir á mánuði. Páll Magnússon, fyrrverandi Útvarpsstjóri og núverandi þáttastjórnandi er í þriðja sæti með 2,2 milljónir í mánaðartekjur. Þetta kemur fram í tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í morgun.

Ragnhildur Sverrisdóttir, kynningarfulltrúi Björgólfs Thors Björgólfssonar er fjórða á listanum með 1,9 milljón á mánuði. Björn Ingi Hrafnsson, útgefandi Vefpressunnar og DV er í fimmta sæti listans með tæplega 1,9 milljón á mánuði.

Í blaðinu er birt­ur listi yfir tekj­ur rúm­lega 3.725 Íslend­inga. Könn­un­in bygg­ist á álögðu út­svari eins og það birt­ist í álagn­ing­ar­skrám. Frjáls versl­un árétt­ar að í ein­hverj­um til­vik­um kann að vera að skatt­stjóri hafi áætlað tekj­ur.

Páll Magnússon, stjórnandi Sprengisands.
Páll Magnússon, stjórnandi Sprengisands.

 Í tekju­blaði Frjálsr­ar versl­un­ar er tekið fram að um út­vars­skyld­ar tekj­ur á ár­inu 2015 sé að ræða og þurfa þær ekki að end­ur­spegla föst laun viðkom­andi. „Mun­ur­inn get­ur fal­ist í laun­um fyr­ir setu í nefnd­um og önn­ur auka­störf og hlunn­indi vegna kauprétt­ar­samn­inga. Jafn­framt hafa marg­ir tekið út sér­eign­ar­sparnað en hann telst með í út­svars­skyld­um tekj­um,“ seg­ir í blaðinu.

Meðal annarra fjölmiðlamanna sem finna má á listanum eru Ómar R. Valdimarsson, fréttamaður Bloomberg, með 1,7 milljón og í sjöunda sæti, Egill Helgason, dagskrárgerðarmaður á RÚV með 1,4 milljón og í áttunda sæti og Kolbrún Bergþórsdóttir, ritstjóri DV, með 1,4 milljón á mánuði.

Logi Bergmann Eiðsson, fréttamaður á Stöð 2, var í fyrra með 1,1 milljón í tekjur á mánuði, Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri RÚV með 1 milljón og Agnes Bragadóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu með tæplega eina milljón. Þá er Sigurður Már Jónsson, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar með 991 þúsund og Sigmar Guðmundsson, dagskrárgerðarmaður á RÚV, með 858 þúsund.

Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri RÚV.
Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri RÚV.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK